Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Conan the Barbarian 2011

(Conan villimaður)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. ágúst 2011

Enter An Age Undreamed Of

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
Rotten tomatoes einkunn 30% Audience
The Movies database einkunn 36
/100

Eftir að faðir hans er myrtur og þorp hans lagt í eyði sökkvir Conan sér í óvæginn heim þjófa, sjóræningja og ribbalda, þar sem eina leiðin til að lifa af er að gerast þjófur, sjóræningi og stríðs-maskína sjálfur. Conan fellur verkið vel úr hendi og á auðvelt með að heilla dömurnar. Á þessari vegferð sinni um undirheimana hittir hann fyrir tilviljun... Lesa meira

Eftir að faðir hans er myrtur og þorp hans lagt í eyði sökkvir Conan sér í óvæginn heim þjófa, sjóræningja og ribbalda, þar sem eina leiðin til að lifa af er að gerast þjófur, sjóræningi og stríðs-maskína sjálfur. Conan fellur verkið vel úr hendi og á auðvelt með að heilla dömurnar. Á þessari vegferð sinni um undirheimana hittir hann fyrir tilviljun á stríðsherrann Khalar Zym, sem ber sök á dauða föður hans og óförum Conans sjálfs. Til að ná til hans þarf Conan að berjast við skrímsli, hermenn Zyms og Marique, volduga norn sem hann hefur á sínum snærum. Það sem byrjaði sem einföld hefndarför stríðsmannsins öfluga frá Cimmerian breytist skjótt í stórfenglega styrjöld við ofurefli og hrikaleg skrímsli þar sem líkurnar á sigri eru hverfandi. Conan gerir sér svo fljótlega grein fyrir því að hann er síðasta von Hyboria-þjóðarinnar í stríði sínu gegn yfirvofandi ógnar-stjórn og yfirnáttúrulegri illsku.... minna

Aðalleikarar

Blóðug þunnildi
Ég styð þá hugmynd í botn að endurgera Conan the Barbarian, ekki síður ef hún setur sér það markmið að vera meira trú uppruna sínum (sem Ahnuld-myndin frá 1982 var svo sannarlega ekki). Það er aftur á móti ómögulegt að segja að slík mynd skili sér prýðilega þegar hún er í höndum leikstjóra sem stöðugt þykist vera að gera eitthvað sniðugt með það sem hann hefur áhuga á, en í raun og veru er hann bara fastur í formúlum og endurtekur sig sóðalega mikið.

Marcus Nispel, sem fór reyndar ágætlega af stað í upphafi ferilsins með annarri endurgerð (hint: keðjusög + morðingi + Jessica Biel), er orðinn að einum sá latasta sem maður finnur þrátt fyrir að nóg af subbulegu ofbeldi sé um að vera í myndunum hans. Augljóslega laðast maðurinn að hryllingsmyndum og "epískum" hasarmyndum þar sem berbrjósta menn sveifla sverðum með miklum látum. Fyrsta myndin hans kom mér nokkuð á óvart á sínum tíma en eftirá fór hann ekki bara að spreyta sig aftur í formúlubundinni slasher-mynd, heldur slasher-endurgerð (Friday the 13th), og það var eftir að hann gerði hina afleitu (en óviljandi drepfyndnu) Pathfinder, sem er alveg klunnalega lík þessari nýju Conan-mynd að mörgu leyti. Og ég sem hélt að hinn álíka lati John Moore væri langt kominn með endurgerðar-vírusinn. Greinilega ekkert miðað við Nispel.

Conan the Barbarian er að vísu önnur tilraunin til þess að segja þessa sögu, en bara svo fólk átti sig á því þá er hún ekkert að reyna að feta í fótspor Schwarzenegger-myndarinnar (svona ef þið skilduð líta á þá mynd sem einhvers konar guðatákn, sem óvenjulega margir gera). Þessi mynd reynir að fara meira eftir verkum Roberts E. Howard, sem er góð stefna í sjálfu sér því ég hefði engan veginn nennt að horfa á aðra útgáfu af gömlu myndinni. Kannski hefði það samt verið betra því myndin sem ég fékk í staðinn var grunn og spennulaus uppskriftarhrúga sem hafði einungis nokkrar djúsí ofbeldissenur og fínan aðalleikara.

Það þarf svosem ekki mikið til að toppa Ahnuld, sérstaklega þegar hann var rétt að byrja að leika, en fyrrum módelið Jason Momoa fetar ansi vel í fótspor hans, þótt hann sé bara eins góður og handritið leyfir honum að vera. Titilkarakterinn er hræðilega þróaður og sumir frasarnir sem hann fær eru nánast hlægilegir (hann sleppur þó best af öllum leikurunum þar sem hann talar ekki jafnmikið og aðrir). Momoa er kannski fullfarðaður og glansandi til að selja villimennsku sína en hann er alveg nógu grimmur, massaður og sjálfsöruggur til að maður taki hann í sátt. Aðrir leikarar eru allt frá því að vera áhugalausir upp í það að njóta sín aðeins of mikið. Hvorugt kemur á óvart því hlutverkin eru öll klisjukennd og einhliða, þannig að best hefur verið að annaðhvort gera gott úr litlu eða pína sig í gegnum þetta. Ron Perlman er e.t.v. á skjánum bestur þó svo að hann sé langt frá því að reyna á sig. Stephen Lang, sem svínvirkaði sem illmennið í Avatar, er yfirdrifinn og hallærislegur hérna. Enginn er samt jafnpirrandi og hún Rose McGowan. Greyið stelpan reynir að stela senunni við hvert tækifæri, en ljóti farðinn, glötuðu línurnar og frekjulegi tónninn í röddinni hennar gerir hana að stærsta svarta bletti myndarinnar.

Síðan er Rachel Nichols þessi hefðbundna “kona í klípu,” og þ.a.l. ekkert annað en staðalímynd með stór brjóst (sem við fáum reyndar að sjá, en verst er að hún notaði staðgengil – SKAMM!!). En talandi um brjóst, þá virðist myndin hafa alveg eitthvað af þeim handa okkur villimönnunum, ásamt tonn af blóði. Þetta væru gleðitíðindi ef atburðarásin væri ekki svona ómerkileg eða sagan svona sundurtætt og illa samsett. Það er rosalega flýttur blær á myndinni, eins og hún nenni ekki að eyða tímanum sínum í annað en ofbeldi. Myndin hefði kannski getað sloppið með guilty-pleasure meðmæli ef ofbeldið væri alltaf safaríkt og skemmtilegt, en það er að megnu til bara fjandi leiðinlegt. Stundum var ég farinn að sýna tónlistinni hjá Tyler Bates mun meiri áhuga heldur en því sem var að gerast á skjánum. Hvað segir það eiginlega??

Það er gaman að sjá hversu mikið er lagt í framleiðsluna stundum og auðvitað ber maður smá virðingu fyrir því þegar mynd af þessari tegund styðst við eins lítið af tölvubrellum og hún getur. Conan the Barbarian lyktar samt af metnaðarleysi út í gegn og ég held að þeir sem njóta hennar best séu strákpjakkar sem eiga eftir að skríða á gelgjuna. Brjóstin og blóðið sér til þess að halda þeim kátum.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.02.2021

Pólitísk skautun í WandaVision

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélagin...

03.01.2017

25 hlutir sem þú vissir ekki um Arnold Schwarzenegger

Ef þú hélst að þú vissir allt um súperstjörnuna Arnold Schwarzenegger, þá skjátlast þér mögulega hrapallega, því það eru amk. 25 atriði sem  hann telur að þú vitir ekki um hann. Leikarinn, og vaxtarræktarmaðurinn fyr...

12.09.2011

Leikstjóri nýju Highlander fundinn

Spænski leikstjórinn Juan Carlos Fresnadillo er núna í samningaviðræðum um að leikstýra endurgerð á hinni klassísku Highlander. Fyrir þá sem ekki muna þá skartaði hún Christopher Lambert, Sean Connery, Clancy Brown og...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn