Náðu í appið
Conan the Barbarian

Conan the Barbarian (2011)

Conan villimaður

"Enter An Age Undreamed Of"

1 klst 53 mín2011

Eftir að faðir hans er myrtur og þorp hans lagt í eyði sökkvir Conan sér í óvæginn heim þjófa, sjóræningja og ribbalda, þar sem eina...

Rotten Tomatoes25%
Metacritic36
Deila:
Conan the Barbarian - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Eftir að faðir hans er myrtur og þorp hans lagt í eyði sökkvir Conan sér í óvæginn heim þjófa, sjóræningja og ribbalda, þar sem eina leiðin til að lifa af er að gerast þjófur, sjóræningi og stríðs-maskína sjálfur. Conan fellur verkið vel úr hendi og á auðvelt með að heilla dömurnar. Á þessari vegferð sinni um undirheimana hittir hann fyrir tilviljun á stríðsherrann Khalar Zym, sem ber sök á dauða föður hans og óförum Conans sjálfs. Til að ná til hans þarf Conan að berjast við skrímsli, hermenn Zyms og Marique, volduga norn sem hann hefur á sínum snærum. Það sem byrjaði sem einföld hefndarför stríðsmannsins öfluga frá Cimmerian breytist skjótt í stórfenglega styrjöld við ofurefli og hrikaleg skrímsli þar sem líkurnar á sigri eru hverfandi. Conan gerir sér svo fljótlega grein fyrir því að hann er síðasta von Hyboria-þjóðarinnar í stríði sínu gegn yfirvofandi ógnar-stjórn og yfirnáttúrulegri illsku.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Blóðug þunnildi

★★☆☆☆

Ég styð þá hugmynd í botn að endurgera Conan the Barbarian, ekki síður ef hún setur sér það markmið að vera meira trú uppruna sínum (sem Ahnuld-myndin frá 1982 var svo sannarlega ekki...

Framleiðendur

Dark Horse EntertainmentUS
Nu ImageUS
Paradox Entertainment
Nimar StudiosBG
Cinema Vehicle ServicesUS
Millennium MediaUS