Gamalt þýðir ekki endilega alltaf betra
Ég myndi líta á þessa nýju Fright Night-mynd hornauga ef í henni hefði verið gert það sama og í meirihluta amerískra endurgerða, að nota sama handrit og gera allt upp á nýtt með nýju...
".. og þú sem hélst að þínir nágrannar væru skrítnir"
Endurgerð myndar frá 1985.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiEndurgerð myndar frá 1985. Charlie Brewster býr ásamt móður sinni í rólegu hverfi. Dag einn fá þau nýjan nágranna sem í fyrstu virðist bjóða af sér góðan þokka enda verður móðir Charlies strax hrifin af honum. Skólafélagi Charlies, Ed, er hins vegar ekki eins hrifinn og þegar fólk fer að hverfa sporlaust úr hverfinu sannfærist hann um að Jerry, en svo heitir nýji nágranninn, sé vampíra. Þessu á Charlie hins vegar erfitt með að trúa þótt honum finnist sann-arlega eitthvað gruggugt við manninn og hegðun hans. Kvöld eitt sér Charlie hvar Jerry heldur á brott frá húsi sínu. Hann ákveður að grípa tækifærið og brjótast inn í hús hans til að fá það á hreint hvort vampírukenningin eigi við einhver rök að styðjast. Og þar með er martröðin hafin fyrir alvöru ...
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráÉg myndi líta á þessa nýju Fright Night-mynd hornauga ef í henni hefði verið gert það sama og í meirihluta amerískra endurgerða, að nota sama handrit og gera allt upp á nýtt með nýju...

