Náðu í appið
The Thing

The Thing (2011)

"It's not human. Yet."

1 klst 43 mín2011

Þegar farartæki, sem virðist ættað frá annarri plánetu, brotlendir á Suðurheimskautssvæðinu slæst steingervafræðingurinn Kate Lloyd í för með norskum vísindamönnum sem ætla sér að komast...

Rotten Tomatoes34%
Metacritic49
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Þegar farartæki, sem virðist ættað frá annarri plánetu, brotlendir á Suðurheimskautssvæðinu slæst steingervafræðingurinn Kate Lloyd í för með norskum vísindamönnum sem ætla sér að komast til botns í málinu og stimpla sig inn í sögubækurnar. En ekki fer allt að óskum. Inni í geimskipinu finna þau lífveru sem virðist hafa drepist við brotlendinguna og þegar mikill snjóbylur skellur á ákveða þau að færa hræið í skjól og rannsaka það betur. En geimveran er alls ekki dauð. Þeir sem þekkja til ófreskjunnar úr fyrri myndinni vita að hún getur breytt útliti sínu að vild og tekið á sig form þess sem hún kemst í snertingu við. Það er því óhætt að segja að óttinn og ofsóknaræðið grípi vísindamennina sem nú geta engum treyst lengur. Saman þurfa þeir samt, ásamt Kate og flugmanninum Carter, að gera geimveruna óvíga áður en hún verður þeim öllum að bana.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

John W. Campbell Jr.
John W. Campbell Jr.Handritshöfundur
Eric Heisserer
Eric HeissererHandritshöfundur

Aðrar myndir

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Morgan Creek EntertainmentUS
Strike EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (2)

Before "The Thing"

The Thing er mjög heimskulega titluð mynd enda er hún prequel 82myndarinnar og fjallar um atburðina sem skeðu á norsku stöðinni. Flestir aðdáendur gömlu myndarinnar ættu að kannast við h...

Hvorki metnaðar- né glórulaus

Það er mjög auðvelt að gera þau mistök að halda að þetta sé endurgerð John Carpenter-myndarinnar frá 1982 (sem er sjálf endurgerð annarar myndar frá 1951) þegar hún er í rauninni fo...