Náðu í appið
Bönnuð innan 7 ára

Djúpið 2012

(The Deep)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. september 2012

Að sigrast á því ómögulega

95 MÍNÍslenska

Fiskibátur heldur á haf út fyrir dögun á köldum vetrarmorgni, mannaður fámennri áhöfn, sem ýmist fleygir sér í koju eða heldur sér vakandi á kaffi og sígarettum. Kvikmyndin Djúpið er eftir Baltasar Kormák og er lauslega byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar, en það var aftur innblásið af þeim einstæða atburði, þegar Guðlaugur Friðþórsson... Lesa meira

Fiskibátur heldur á haf út fyrir dögun á köldum vetrarmorgni, mannaður fámennri áhöfn, sem ýmist fleygir sér í koju eða heldur sér vakandi á kaffi og sígarettum. Kvikmyndin Djúpið er eftir Baltasar Kormák og er lauslega byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar, en það var aftur innblásið af þeim einstæða atburði, þegar Guðlaugur Friðþórsson náði að bjarga lífi sínu, einn áhafnarmeðlima, eftir að Hellisey VE503 hvolfdi seint að kvöldi sunnudagsins 11. mars árið 1984. Nokkrir komust á kjöl en það leið ekki langur tími áður en báturinn sökk. Veður var stillt, frost og stjörnubjart þessa nótt; sjórinn ískaldur. Þegar Guðlaugur bankaði örmagna upp á í húsi í jaðri byggðarinnar í Vestmannaeyjum í bítið morguninn eftir og tilkynnti um hvað gerst hefði um nóttina, kom í ljós hvílíka þolraun hann hafði gengið í gegnum. Ekki var nóg með að hann hefði horft á eftir félögum sínum, heldur synt á sex klukkustundum rúmlega fimm kílómetra leið í ísköldum sjónum og síðan gengið berfættur yfir úfið og oddhvasst hraun uns hann komst að fyrsta húsinu. Kvikmyndin Djúpið fjallar í aðra röndina um atburði þá sem gerðust þessa nótt, en hún gefur okkur einnig innsýn inn í líf íslenskra sjómanna í gegnum tíðina og hinar óblíðu aðstæður sem þeir og fjölskyldur þeirra hafa búið við í sjávarplássum um allt land við að draga björg í bú.... minna

Aðalleikarar

Kraftaverkið sorgum blandað
Í fyrstu, þegar ég fer að sjá myndina, var ég með fordóma. Ég var ekkert viss um að hún yrði neitt sérstök þar sem vitað var hvernig sagan var, að mestu leiti, og endaði. En hún kom á óvart. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið og tókst honum að koma til skila baráttunni , tilfinningunni og kraftaverkinu sem átti sér stað þegar Hellisey VE503 fórst. Myndin er að miklu leiti einleikur og náði leikur Ólafs Darra að halda mér í heljartökum svo að tár tóku að streyma. Djúpið er eftir Baltasar Kormák en er byggð á samnefndu verki Jóns Atla Jónassonar sem er byggt á þessum einstaka atburði sem átti sér stað 11. mars árið 1984. Kraftaverkið sorgum blandað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Djúpið
Djúpið er mynd eftir Baltasar Kormák og fjallar um hörmulega atburði sem gerst á sjó. Myndin er vel kvikmyndið og hljóðsett en einnig er ekkert sem svertir minningu þeirra sem dóu í raunveruleikanum. Ólafur Darri leikur einnig hlutverk sitt sem Guðlaugur Friðþórsson mjög vel og má með sanni segja að maður lifir sig inn í myndinna þegar maður horfir á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn