George Harrison: Living in the Material World (2011)
Hér er talað við fjölmarga samferðarmenn Harrisons og starfsfélaga auk þess sem Martin Scorsese fékk fullan og frjálsan aðgang að einkasafni hans, þar á meðal...
Öllum leyfðSöguþráður
Hér er talað við fjölmarga samferðarmenn Harrisons og starfsfélaga auk þess sem Martin Scorsese fékk fullan og frjálsan aðgang að einkasafni hans, þar á meðal ljósmyndum og vídeómyndum sem Harrison tók sjálfur. Myndin er í þremur köflum. Í þeim fyrsta er farið yfir æskuár Harrisons í Liverpool og vinskap hans við strákana sem urðu þekktir sem The Beatles. Annar hlutinn byrjar síðan með samstarfsslitum Bítlanna og við fylgjumst með Harrison í gegnum allan níunda áratuginn, en segja má að hann hafi notað þau ár til að finna sjálfan sig. Þarna hófst m.a. samstarf hans og Monty Python-mannanna og hinum fræga konsert fyrir Bangladesh eru gerð góð skil. Þriðji hlutinn hefst síðan með morðinu á John Lennon og þeim áhrifum sem dauði hans hafði á Harrison. Við sjáum þegar hann stofnaði ásamt fleirum The Traveling Wilburys, skoðum hnífstunguna sem leiddi hann næstum til dauða og fylgjumst síðan með síðustu árunum í lífi hans, en George Harrison lést úr krabbamein þann 29. nóvember 2001.













