Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Everyone Says I Love You 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. október 1997

101 MÍNEnska
Tilnefnd til einna Golden Globe verðlauna.

Holden og Skylar eru ástfangin. Skylar býr með stórfjölskyldunni á Manhattan í New York. Foreldrar hennar, Bob og Steffi, hafa verið gift í mörg ár. Joe er vinur þeirra, sem á dótturina DJ með Steffi. Eftir enn eitt misheppnaða sambandið, þá er Joe nú einn á ný. Hann flýr til Feneyja, og hittir þar Von, og telur henni trú um að hann sé draumaprinsinn hennar.... Lesa meira

Holden og Skylar eru ástfangin. Skylar býr með stórfjölskyldunni á Manhattan í New York. Foreldrar hennar, Bob og Steffi, hafa verið gift í mörg ár. Joe er vinur þeirra, sem á dótturina DJ með Steffi. Eftir enn eitt misheppnaða sambandið, þá er Joe nú einn á ný. Hann flýr til Feneyja, og hittir þar Von, og telur henni trú um að hann sé draumaprinsinn hennar. En hamingja þeirra er fölsk allan tímann, og hún snýr aftur til fyrri eiginmanns síns. Steffi vinnur mikið að góðgerðarmálum, og tekst að eyðileggja samband Skylar og Holden þegar hún kynnir Skylar fyrir fyrrum tukthúslimnum Charles Ferry. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Það er alltaf mikill kvikmyndaviðburður þegar óskarsverðlaunaleikstjórinn Woody Allen sendir frá sér kvikmynd. Hefur hann jafnan fengið til liðs við sig stóran hóp úrvalsleikara og er þessi mynd engin undantekning frá því. Woody Allen leikur hér fráskilinn náunga sem hefur alltaf átt í vandræðum með konur. Dag einn hittir hann konu sem heillar hann svo innilega að hann getur ekki á sér heilum tekið. Hann veit samt að samband þeirra á milli er gjörsamlega óhugsandi, enda er konan lofuð og þar að auki miklu yngri en hann sjálfur. Og þó? Það kemur nefnilega í ljós að konan gengur til sálfræðings og svo sérkennilega vill til að dóttir hans hefur aðgang að gægjugati á einum veggnum á stofu sálfræðingsins. Þannig getur hún auðveldlega hlustað á allt það sem konan segir. Þar með getur hann fengið allar upplýsingar um hennar dýpstu þrár og hugsanir. Og þótt hann viti að siðferðið í þessu öllu saman er vafasamt þá ákveður hann að notfæra sér aðstæðurnar. Saman við þessa sögu blandar síðan Woody hinum kostulegustu karakterum að venju og býr til sérlega skemmtilega heildarmynd sem hann kryddar með sprenghlægilegum dans- og söngvaatriðum. Hverjum hefði órað fyrir því fyrir svo sem tveim áratugum að hann myndin gera dans- og söngvamynd með öllu tilheyrandi. Honum eru allir vegir færir og er ekkert ómögulegt. Þess má geta að tónlistaratriði myndarinnar eru flutt af sjálfum leikurum myndarinnar (Fyrir utan Drew Barrymore). Á meðal þeirra úrvalsleikara sem birtast hér fyrir utan sjálfan Allen eru óskarsverðlaunaleikkonan Goldie Hawn og hér eru ennfremur Julia Roberts, Edward Norton, Drew Barrymore, Alan Alda, Tim Roth, Lukas Haas og Gaby Hoffman. Þetta er mynd sem kvikmyndaunnendur og allir áhugamenn kvikmynda Woody Allen verða að sjá því þetta er einkar skemmtileg og heilsteypt kvikmynd með gamansömu ívafi eins og ávallt er frá Woody Allen
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn