Project Nim
2011
93 MÍNEnska
97% Critics 83
/100 Nim-verkefnið snerist um að athuga hvað myndi gerast ef nýfæddum apa yrði komið fyrir hjá ofurvenjulegri fjölskyldu og hann alinn upp eins og um mennskt barn væri að ræða. Verkefninu var stjórnað af Herbert R. Terrace við Columbia-háskólann. Litli apinn fæddist þann 19. nóvember árið 1973 og var tekinn úr umsjá móður sinnar tveggja vikna gamall. Honum... Lesa meira
Nim-verkefnið snerist um að athuga hvað myndi gerast ef nýfæddum apa yrði komið fyrir hjá ofurvenjulegri fjölskyldu og hann alinn upp eins og um mennskt barn væri að ræða. Verkefninu var stjórnað af Herbert R. Terrace við Columbia-háskólann. Litli apinn fæddist þann 19. nóvember árið 1973 og var tekinn úr umsjá móður sinnar tveggja vikna gamall. Honum var gefið nafnið Nim Chimpsky og komið fyrir hjá umhyggjusamri fjölskyldu. Frá upphafi var lögð áhersla á að ala Nim upp rétt eins og um barn væri að ræða, en að sjálfsögðu með þeim takmörkunum að Nim var ekki mennskur í eðli sínu. Hins vegar var m.a. reynt að kenna honum táknmál og alls konar mannasiði. Í myndinni er saga Nims rekin frá upphafi til enda.... minna