The Descendants (2011)
Matt King er innfæddur Hawaii-búi sem fer með eignarhaldið á stóru landi sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans um áratugaskeið.
Öllum leyfð
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Matt King er innfæddur Hawaii-búi sem fer með eignarhaldið á stóru landi sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans um áratugaskeið. Hann stendur nú andspænis þeirri ákvörðun að annað hvort selja landið eða fara sjálfur út í framkvæmdir á því. Þá dynur sá harmleikur yfir að eiginkona hans, Elizabeth, slasast svo alvarlega á sjóskíðum að hún liggur nú í dái og eru litlar líkur á að hún muni nokkurn tíma ná sér. Matt, sem hingað til hefur reitt sig á Elizabeth, er nú skyndilega orðinn einstæður faðir og kemst að því von bráðar að ef til vill þekkir hann dætur sínar tvær ekki eins vel og hann hélt. Þess utan verður hann fyrir öðru áfalli þegar hann kemst að því að Elizabeth hafði verið honum ótrú og að allir virðast hafa vitað það nema hann ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Verðlaun
Óskarsverðlaunin fyrir besta handrit og tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn, leik í aðalhlutverki karla, klippingu og sem besta mynd.























