Náðu í appið
Öllum leyfð

Silent Snow 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. nóvember 2011

75 MÍNEnska
Stop Global Warming Award and J-Wave Audience Award, Short Shorts Film Festival In Japan First Prize Planet in Focus, Toronto, Best International Film, HRAFF Australia, Prix du meilleur court métrage, FIFFEL, Lausanne Children Earth Vision Award, Japa

Silent Snow er sláandi heimildarmynd um ungan inúíta sem ferðast til þriggja heimsálfa í þeim tilgangi að rannsaka áhrif mengunar á menn og umhverfi. Upphaf leiðangursins er norðurpóllinn. Í mynd sinni afhjúpar Gouden Kalf-verðlaunahafinn Jan van den Berg bæði fegurð og varnarleysi jarðarinnar. Efnaúrgangur sem berst með sjávarstraumum og snjóbyljum... Lesa meira

Silent Snow er sláandi heimildarmynd um ungan inúíta sem ferðast til þriggja heimsálfa í þeim tilgangi að rannsaka áhrif mengunar á menn og umhverfi. Upphaf leiðangursins er norðurpóllinn. Í mynd sinni afhjúpar Gouden Kalf-verðlaunahafinn Jan van den Berg bæði fegurð og varnarleysi jarðarinnar. Efnaúrgangur sem berst með sjávarstraumum og snjóbyljum hefur valdið eyðileggingu og dauða í inúíta-samfélögum á Grænlandi. Meindýraeitur eins og DDT berst með þessum hætti um langan veg og veldur alvarlegum veikindum og jafnvel ótímabærum dauða, bæði meðal manna og dýra. Aðstoðarleikstjóri myndarinnar, Pipaluk Knudsen-Ostermann, er ungur inúíti sem ferðast til Tansaníu, Indlands og Kostaríku til að rannsaka hvert mengunin á rætur sínar að rekja og hvernig unnt er að stemma stigu við henni. Myndin leggur áherslu á alvarleg áhrif mengunar á norðurheimskautið en bendir jafnframt á höfuðorsakirnar og þau siðferðilegu vandamál sem fylgja, eins og notkun á DDT í baráttunni gegn malaríu í Afríku.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn