Náðu í appið
Öllum leyfð

The Jungle Radio 2009

Frumsýnd: 13. nóvember 2011

90 MÍNEnska
FIDH Prize-Festval des Libertés 2010 First Prize-Filmfestival Espiello VIII Boltaña.

Kvikmyndin The Jungle Radio leiðir áhorfandann langt inn í frumskóga Níkaragva, þar sem femínistinn Yamileth Chaverría hefur stofnað útvarpsstöð í einstökum tilgangi: að fordæma heimilisofbeldi gegn konum og börnum sem er einkar algengt í landinu. Enda þótt Yamileth hafi sjálfri verið hótað ofbeldi margoft veigrar hún sér ekki við að hallmæla mönnum... Lesa meira

Kvikmyndin The Jungle Radio leiðir áhorfandann langt inn í frumskóga Níkaragva, þar sem femínistinn Yamileth Chaverría hefur stofnað útvarpsstöð í einstökum tilgangi: að fordæma heimilisofbeldi gegn konum og börnum sem er einkar algengt í landinu. Enda þótt Yamileth hafi sjálfri verið hótað ofbeldi margoft veigrar hún sér ekki við að hallmæla mönnum sem beita ofbeldi. Stuttu eftir að fellibylurinn Mitch reið yfir landið árið 1998 stofnaði Yamileth útvarpstöðina Palabra de Mujer eða Raddir kvenna. Áhrif fellibylsins voru mikil og fjöldi þorpa í Níkaragva einangraðist frá umheiminum. Engu að síður gat fólkið komið skilaboðum til fjölskyldna sinna og vina í gegnum útvarpsstöðina. En útvarpsstöðin hennar Yamileth gegndi öðru og stærra hlutverki en að koma í stað síma. Í daglegum þáttum sínum, Skilaboðanornin, ávítar hún gerendur heimilisofbeldis (og kynferðisofbeldis) og nefnir þá með nafni. Með því tekur hún jafnframt afstöðu gegn réttarkerfinu í Níkaragva, þar sem nær aldrei koma fram ákærur vegna heimilisofbeldis, jafnvel þótt slíkum málum ljúki stundum með dauðsfalli. Yamileth neitar að láta stöðva sig, jafnvel þó að hún hafi oft fengið líflátshótanir. Eins og hún orðar það sjálf: „Ef þeir skjóta mig í beinni útsendingu munu allir verða vitni að því.“... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn