Náðu í appið
Commando

Commando (1985)

"Somewhere... somehow... someone's going to pay"

1 klst 30 mín1985

Sérsveitarmaður sem hættur er störfum, John Matrix, fór fyrir úrvalssveit hermanna, en býr nú á afviknum stað til fjalla ásamt dóttur sinni Jenny.

Rotten Tomatoes68%
Metacritic51
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Sérsveitarmaður sem hættur er störfum, John Matrix, fór fyrir úrvalssveit hermanna, en býr nú á afviknum stað til fjalla ásamt dóttur sinni Jenny. Núna neyðist hann til að koma aftur til starfa þegar dóttur hans er rænt af hópi glæpamanna sem eru í hefndarhug. Án þess að Matrix vissi af, þá hafa fyrrum liðsmenn sérsveitar hans verið myrtir kerfisbundið. Jafnvel þó að vinur Matrix, hershöfðinginn Franklin Kirby, láti Matrix hafa vopnaða lífverði, þá nær glæpahópurinn að ræna bæði Matrix og Jenny. Matrix áttar sig á að Bennett, sem er fyrrum liðsmaður sérsveitar hans, og var talinn af, er sá sem hefur skipulagt ránið á honum til að þvinga Matrix til að myrða stjórnmálamann fyrir mann sem kallast Arius, og kallar sjálfan sig El Presidente. Arius er fyrrum stríðsherra sem vill leiða byltingu í heimalandi sínu. Þar sem Arius mun drepa Jenny ef Matrix neitar að hjálpa, verður Matrix að láta undan og taka að sér verkefnið.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

SLM Production GroupUS
Silver PicturesUS
20th Century FoxUS

Gagnrýni notenda (4)

Geðveik 80's hasarmynd

★★★★☆

Mér finnst þetta vera klassa hasarmynd... alvöru 80's mynd. Hjá mér fellur hún í sama gæðaflokk og rambo myndirnar (sem eru awesome). Hinn mjög ýkti Arnold Schwarzenegger kemur sterkur...

★☆☆☆☆

Commando er ein af þeim myndum sem eru í þeim flokki sem Arnold Schwarzenegger leikur í sem er gaman að horfa á þótt þær séu ömurlegar. Í þeim flokki eru Conan The Barbarian, Conan The D...

Hreint út sagt ömurleg mynd!! Leikurinn er fyrir neðan allar hellur, myndin er alltof ýkt og Arnold er týpískur fyrverandi hermaður sem snýr aftur, þap er hægt að hlægja svo mikið af ömu...