Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Marked for death er að mínu mati besta myndin hans Steven Seagal. Hún er með mjög flottum bardagaatriðum og vondu karlarnir eru líka mjög töff. Í myndinni er hann að lumbra á glæpamönnum frá Kingston. Það er líka ekki neitt náttúruverndar bull í þessari Seagal mynd eins og var í þeim sem komu á seinna. Ég mæli eindregið með þessari mynd og ráðlegg öllum að sjá hana.
Þetta er ein af þessu fullkomnu hasarmyndum. Nóg af byssum og slagsmálum auk þess sem þessi mynd skartar einhverjum skemmtilegasta leikara síðustu ára, Steven Seagal í aðalhlutverki sem sýnir stabílan leik að venju. Hún missir hálfa stjörnu á því að eins og venjulega hefur Seagal með sér fjöldann allan af lélegum leikurum með sér sem pirrar mann mikið og ætti jafn skólaður leikari og Seagal að hafa vit á því að velja leikara í sama klassa og hann sjálfur. Að síðustu má svo nefna að þessi mynd er ekki síst fyrir alvöru karlmenn!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Twentieth Century Fox Home Entertainment
Kostaði
$12.000.000
Tekjur
$46.044.400
Aldur USA:
R