Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ekki góð mynd, að mínu mati. Hvernig gátu Jim og John Thomas, handritshöfundarnir að Predator, gert svona lélegt handrit? Ég bara skil það ekki. Svo fannst mér hún of fyrirsjáanleg og ekkert spennandi, en þið dæmið sjálf. En það besta við hana er að Steven Seagal deyr. Var heavy ánægður með það. Annars er hún stór vonbrigði.
Verulega þreytt spennuræma. Þó að myndin sé á köflum örlítið spennandi vekur hún aldrei áhuga og finnst manni margoft hafa séð svona áður. Það vantar bara allan frumleika og ferskleika í myndina. Þó væri myndin jafnvel enn verri ef Kurt Russell hefði ekki verið með í henni og bjargar hann henni frá algjöru falli.
Executive Decision er besta mynd Stevens Seagal frá upphafi ( reyndar er hlutverkið hans ekki stórt ). Hópur hryðjuverkamanna hefur tekið yfir flugvél og Kurt Russell er fengin ásamt Seagal til þess að bjarga deginum. Myndin er full af spennu og hasar. Mæli með henni !
Að mínu mati ein besta ræma Kurt Russel. Kurt gamli leikur David Grant, leyniþjónustustarfsmann í upplýsingadeild. Þegar farþegaflugvél er rænt og þess krafist að austurlenskur hryðjuverkamaður verði látinn laus úr fangelsi grunar hann að meira búi bakvið. Hann er því sendur með sérsveit einni - undir stjórn Steven Seagal - til að ráðast um borð í farþegavélina á flugi. Býsna flott gerð, flottur þráður og viðunanlegt magn af fínum leikurum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$100
Aldur USA:
R
Bluray:
8. desember 2011