Náðu í appið
The Internship

The Internship (2013)

"Vanþekking er líka kraftur"

1 klst 59 mín2013

Tveir sölumenn tapa vinnunni þegar söluvörur þeirra fara alfarið í netsölu og ákveða í framhaldinu að sækja um störf hjá Google þrátt fyrir takmarkaða tölvuþekkingu.

Rotten Tomatoes34%
Metacritic42
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Tveir sölumenn tapa vinnunni þegar söluvörur þeirra fara alfarið í netsölu og ákveða í framhaldinu að sækja um störf hjá Google þrátt fyrir takmarkaða tölvuþekkingu. Hér segir frá sölumönnunum Billy og Nick sem hafa ekki beint verið að fylgjast með framþróun mála í faginu og vita því vart hvað á sig stendur veðrið þegar þeir missa vinnuna í kjölfar netvæðingar fyrirtækisins sem þeir vinna hjá. Nú eru góð ráð dýr fyrir þá Billy og Nick enda ekki hlaupið að því fyrir náunga eins og þá að fá vinnu við hæfi. Í atvinnuleitinni rekast þeir hins vegar á auglýsingu frá netrisanum Google þar sem verið er að óska eftir starfsfólki og er umsækjendum boðið að taka þátt í námskeiði þar sem skorið verður úr um hverjir hljóta hin lausu störf og hverjir ekki. Þeir Billy og Nick ákveða að skrá sig. Og þótt þeir félagar hafi kannski takmarkaða þekkingu á netmálum hafa þeir ýmislegt til brunns að bera á öðrum sviðum og eru ákveðnir í að standa sig ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

TSG EntertainmentUS
Regency EnterprisesUS
Wild West Picture Show ProductionsUS
21 Laps EntertainmentUS
20th Century FoxUS