Cirque du Soleil: Worlds Away (2012)
Fjöllistaflokkurinn Cirque du Soleil fer á algjörum kostum í sögu um ævintýralega ferð ungrar konu í gegnum sjö töfrandi heima þar sem allt getur gerst.
Öllum leyfðSöguþráður
Fjöllistaflokkurinn Cirque du Soleil fer á algjörum kostum í sögu um ævintýralega ferð ungrar konu í gegnum sjö töfrandi heima þar sem allt getur gerst. Hér er á ferðinni sannkallað ævintýri sem fer létt með að fanga hugi ungra sem eldri áhorfenda. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Andrew Adamson sem gerði m.a. Shrek og Narnia-myndirnar og er því á heimavelli þegar ævintýrin eru annars vegar. Við kynnumst hér hinni ungu Miu sem fellur í stafi þegar hún hittir heillandi loftfimleikamann. Áhugi hennar er endurgoldinn en þegar þau nálgast hvort annað falla þau skyndilega í gegnum nokkurs konar tímarúm sem tekur þau með í stórbrotið ferðalag um litríka heima þar sem uppákomurnar eru bæði magnaðar, áhrifaríkar og ótrúlega flottar.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur


















