Thin Ice
2013
Frumsýnd: 22. apríl 2013
73 MÍNEnska
Thin Ice er ný heimildamynd um loftslagsrannsóknir, þar sem vísindamönnum sem starfa að slíkum rannsóknum víða um heim – þar á meðal á báðum heimskautum, í Suður-Íshafi, Nýja Sjálandi, Evrópu og Bandaríkjunum – er fylgt eftir við störf þeirra um þriggja ára skeið. Þeir tala af hreinskilni um vinnu sína, vonir og ótta. Þessi nálgun höfunda myndarinnar,... Lesa meira
Thin Ice er ný heimildamynd um loftslagsrannsóknir, þar sem vísindamönnum sem starfa að slíkum rannsóknum víða um heim – þar á meðal á báðum heimskautum, í Suður-Íshafi, Nýja Sjálandi, Evrópu og Bandaríkjunum – er fylgt eftir við störf þeirra um þriggja ára skeið. Þeir tala af hreinskilni um vinnu sína, vonir og ótta. Þessi nálgun höfunda myndarinnar, sem sjálfir eru vísindamenn, veitir nána innsýn í alþjóðlegt samfélag vísindamanna sem helga sig rannsóknum á loftslagi jarðarinnar. Þessi innsýn skýtur líka sterkum stoðum undir þá kenningu að vaxandi losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmslofti sé meginorsök loftslagrbreytinga þeirra sem nú eru að eiga sér stað.... minna