Náðu í appið
Fruitvale Station

Fruitvale Station (2013)

"Every step brings you closer to the edge."

1 klst 30 mín2013

Sönn saga af Oscar, 22 ára gömlum manni frá Bay Area í San Fransisco, sem vaknar að morgni dags þann 31.

Rotten Tomatoes94%
Metacritic85
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniHræðslaHræðslaFordómarFordómarBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Sönn saga af Oscar, 22 ára gömlum manni frá Bay Area í San Fransisco, sem vaknar að morgni dags þann 31. desember 2008 og finnst eitthvað liggja í loftinu. Hann áttar sig ekki alveg á hvað það gæti verið, en ákveður samt að taka það alvarlega. Hann ákveður að vera betri við fólkið í kringum sig, betri sonur móður sinnar, sem á afmæli á gamlársdag, betri kærasti fyrir unnustuna, sem hann hefur ekki verið alveg hreinskilinn við, og betri faðir fyrir T, fallegu 4 ára gömlu stelpuna þeirra. Allt byrjar þetta vel, en eftir því sem dagurinn líður áfram, þá áttar hann sig á að það er ekki alltaf auðvelt að breyta hlutum. Hann rekst á vini, fjölskyldumeðlimi, og ókunnuga, og allt þetta sýnir okkur að það er meira við Oscar en virðist við fyrstu sýn. En samskipti við síðustu persónuna sem hann hittir þann daginn, lögregluþjón á Fruitvale Bart brautarstöðinni, eiga eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar og valda gríðarlegum titringi í samfélaginu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Significant ProductionsUS
OG ProjectUS

Verðlaun

🏆

Fékk dómnefndar- og áhorfendaverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni 2013. Fékk einnig Prize Of The Future verðlaunin í Cannes.