Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Dead Snow: Red vs. Dead 2014

(Død Snø 2)

Frumsýnd: 16. mars 2014

BETRI. FYNDNARI. BLÓÐUGRI.

100 MÍNNorska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Martin, sem var sá eini sem komst lífs af úr árás þýsku nasistauppvakninganna á Páskafjalli í fyrri myndinni, heldur auðvitað að þar með sé martröðin á enda. En hún er rétt að byrja! Eftir að Martin tókst naumlega að sleppa undan nasistauppvakningunum á Páskafjalli þar sem bæði unnusta hans og vinir þeirra týndu lífi og hann sjálfur hægri handleggnum... Lesa meira

Martin, sem var sá eini sem komst lífs af úr árás þýsku nasistauppvakninganna á Páskafjalli í fyrri myndinni, heldur auðvitað að þar með sé martröðin á enda. En hún er rétt að byrja! Eftir að Martin tókst naumlega að sleppa undan nasistauppvakningunum á Páskafjalli þar sem bæði unnusta hans og vinir þeirra týndu lífi og hann sjálfur hægri handleggnum rankar hann við sér á sjúkrahúsi þar sem læknar hafa gert þau mistök að sauma á hann rangan handlegg. Það er auðvitað ekki nógu gott en ljósi punkturinn er að þar sem handleggurinn tilheyrði einum af uppvakningunum þá gefur hann Martin um leið óvæntan kraft sem á eftir að koma sér vel í næsta bardaga við nasistakvikindin. Inn í málin blandast síðan margir kostulegir karakterar, þar á meðal bandarískur hópur zombie-áhugafólks sem þrátt fyrir algjört reynsluleysi í bransanum á eftir að gera sitt þegar á hólminn er komið ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn