Náðu í appið
Dead Snow: Red vs. Dead

Dead Snow: Red vs. Dead (2014)

Død Snø 2

"BETRI. FYNDNARI. BLÓÐUGRI."

1 klst 40 mín2014

Martin, sem var sá eini sem komst lífs af úr árás þýsku nasistauppvakninganna á Páskafjalli í fyrri myndinni, heldur auðvitað að þar með sé martröðin á enda.

Rotten Tomatoes80%
Metacritic59
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Martin, sem var sá eini sem komst lífs af úr árás þýsku nasistauppvakninganna á Páskafjalli í fyrri myndinni, heldur auðvitað að þar með sé martröðin á enda. En hún er rétt að byrja! Eftir að Martin tókst naumlega að sleppa undan nasistauppvakningunum á Páskafjalli þar sem bæði unnusta hans og vinir þeirra týndu lífi og hann sjálfur hægri handleggnum rankar hann við sér á sjúkrahúsi þar sem læknar hafa gert þau mistök að sauma á hann rangan handlegg. Það er auðvitað ekki nógu gott en ljósi punkturinn er að þar sem handleggurinn tilheyrði einum af uppvakningunum þá gefur hann Martin um leið óvæntan kraft sem á eftir að koma sér vel í næsta bardaga við nasistakvikindin. Inn í málin blandast síðan margir kostulegir karakterar, þar á meðal bandarískur hópur zombie-áhugafólks sem þrátt fyrir algjört reynsluleysi í bransanum á eftir að gera sitt þegar á hólminn er komið ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

The FyzzGB
SagafilmIS
Tappeluft PicturesNO
XYZ FilmsUS