Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Six Days Seven Nights 1998

(6 Days 7 Nights)

Frumsýnd: 19. júní 1998

After this week in paradise, they're going to need a vacation.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Metnaðargjörn og ákveðin stúlka frá New York skellir sér í rómantíska ferð til suðurhafseyju ásamt kærasta sínum. Hún ákveður óvænt að redda tímaritinu sem hún vinnur hjá, og skrifa grein um eyju í næsta nágrenni við eyjuna sem hún heldur til á í fríinu. Eina flugvélin sem getur flutt hana til eyjunnar, er í eigu kærulauss og drykkfellds flugmanns,... Lesa meira

Metnaðargjörn og ákveðin stúlka frá New York skellir sér í rómantíska ferð til suðurhafseyju ásamt kærasta sínum. Hún ákveður óvænt að redda tímaritinu sem hún vinnur hjá, og skrifa grein um eyju í næsta nágrenni við eyjuna sem hún heldur til á í fríinu. Eina flugvélin sem getur flutt hana til eyjunnar, er í eigu kærulauss og drykkfellds flugmanns, sem henni líst alls ekkert á. En hún hefur ekkert val, og hefur heldur ekki efni á að hafna djobbinu. Þegar flugvélin brotlendir á eyðieyju, og lítil von er um björgun, þá vona þau bæði að þau hefðu tekið aðrar ákvarðanir en þau gerðu - amk. til að byrja með. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ég veit ekki hvað gerðist hérna. Ivan Reitman, sem er þekktastur fyrir Ghostbusters, reynir að koma með spennumynd. Nei, góðir áhorfendur, það virkar ekki. Tvær persónur lenda í því að brotlenda á eyju og verða strandaglópar, og þurfa að spjara sig til að lifað af. Hljómar spennandi, right? Well, it's not. Sagan er svo óathyglisverð og nær myndin engan veginn að gera mann nógu spenntan. Svo bætir það ekki upp að aðalhlutverkin eru verulega lélega leikin. Svo er David Schwimmer í algjörlega tilgangslausu hlutverki, og er bara þarna sem skraut. Mikil vonbrigði, vægast sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er svona la la, ég hef séð verri myndir. Mér fannst Harrison Ford og Anne Heck passa svo ógeðslega vel saman að ég fór næstum því að grenja þegar ég sá það í Séð og heyrt að hún væri lesbía(?). Friends kallinn er ógeðslega pirrandi leikari og hann skemmir eiginlega myndina, kannski er það bara út af því að ég HATA Friends......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn