Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

No Strings Attached 2011

(Fuckbuddies, Sex Friends, Untitled Ivan Reitman Project)

Frumsýnd: 25. mars 2011

Friendship has its benefits

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Myndin segir frá vinunum Adam og Emmu sem hafa þekkst um árabil. Adam er ólæknandi kvennabósi sem skiptir nánast jafn oft um bólfélaga og nærbuxur. Emma er ungur læknir sem vinnur 80 tíma á viku og á engan kærasta vegna þess að hún hefur einfaldlega ekki tíma eða áhuga á því. Eitt kvöldið, þegar þau eru að tala saman, leiðir eitt af öðru og þau enda... Lesa meira

Myndin segir frá vinunum Adam og Emmu sem hafa þekkst um árabil. Adam er ólæknandi kvennabósi sem skiptir nánast jafn oft um bólfélaga og nærbuxur. Emma er ungur læknir sem vinnur 80 tíma á viku og á engan kærasta vegna þess að hún hefur einfaldlega ekki tíma eða áhuga á því. Eitt kvöldið, þegar þau eru að tala saman, leiðir eitt af öðru og þau enda á því að sofa saman. Í framhaldinu komast þau að því að þau eru fullkomnir bólfélagar fyrir hvort annað, af því að Emma hefur engan tíma fyrir kærasta en mikla löngun í kynlíf, og Adam hefur jafnmikla löngun í kynlíf en enga löngun í kærustu. Í fyrstu gengur afar vel að halda þessu sambandi algerlega á „líkamlegum“ forsendum, en ekki líður á löngu þar til tilfinningar sem hvorugt þeirra hefur upplifað áður fara að láta á sér kræla, en það getur flækt málin svo mikið að vinátta þeirra, sem hefur alltaf verið mjög sterk, er í hættu...... minna

Aðalleikarar

Venjulega óvenjuleg kúrumynd
Það má vera að No Strings Attached reyni að forðast hundgömlu uppskriftir rómantískra gamanmynda í hvert skipti sem hún fær tækifæri til þess, en það þýðir ekki að hún breytist þá sjálfkrafa í góða bíómynd. Hún er aftur á móti langbesta myndin sem peningasegullinn Ivan Reitman hefur gert síðan Dave árið ´93, og sú mynd var það besta sem hann hafði gert síðan fyrsta Ghostbusters kom út. Það ætti að segja talsvert mikið um einhvern sem hefur unnið við leikstjórn í meira en 30 ár (!). Sonur hans, Jason, hefur varla unnið við þetta í hálfan áratug og strax er hann eins og Scorsese í samanburði.

No Strings Attached er afar krúttleg og saklaus, sem er frekar kalhæðnislegt vegna þess að í fyrri hlutanum þykist hún vera djörf kynlífsgamanmynd. Svo hægt að rólega dettur hún í þann gír sem allir eiga von á. Það má nokkurn veginn segja að þetta sé eins og hin vanmetna Love & Other Drugs, bara án alls þess sem gerði hana eftirminnilega. Báðar myndirnar eru byggðar upp eins og stefna í nákvæmlega sömu átt. Myndin heldur manni þó við efnið vegna þess að leikararnir ná prýðilega saman (þrátt fyrir sjokkerandi hæðamun) og þar að auki virðist sagan hafa risastórt hjarta allan tímann þrátt fyrir að myndin sé ekki alveg jafn heillandi eða gáfuð og hún telur sig vera. Hún heldur sér alveg á floti án þess að kæfa mann úr leiðindum með skítsæmilegum bröndurum (dreifðum langt á milli sena) sem og þokkalegri grúppu af aukaleikurum.

Mest var ég samt hrifinn af því hvað myndin er einlæg, og hún reynir að búa til raunverulegar persónur með alvöru tilfinningaflækjur í stað þess að hella bara yfir okkur þann formúlugraut sem við þekkjum svo vel. Natalie Portman og Ashton Kutcher eru heldur ekkert að gera þetta bara fyrir peninginn. Maður finnur alveg fyrir því að þau taki sínar persónur alvarlega og leggi sig eins mikið fram og þau geta. Það er alltaf kostur. Það eina sem vantaði var einhvern annan en Reitman í leikstjórastólinn. Hann virðist nefnilega ekki alveg vita hvenær sjarmurinn minnkar og væmnin byrjar.

Mér finnst samt hressandi að sjá svona rómantíska gamanmynd sem er ekki alfarið gerð til að lokka táningsstelpur í bíó. Reitman fær reyndar góðan þumal upp fyrir að losa sig undan þeirri freistingu að gera PG-13 mynd og í staðinn höfða til eldri hópa. Einnig skal ég hrósa handritshöfundinum fyrir að bragðbæta þetta eins mikið og hann getur með því að koma manni á óvart á þeim stöðum sem bjóða upp á það. Auðvitað er sjaldnast mikið í boði þegar kemur að þessum bíógeira. Myndin má auðvitað ekki enda illa því þá verður markhópurinn brjálaður. No Strings Attached nær þó að vera í ferskari kantinum þó svo að hún gleymist fljótt eftir að hún klárast. Þetta er einmitt svona mynd sem þú liggur latur yfir. Helst með einhverjum, hvort sem það er maki eða bólfélagi.

Ég mæli samt miklu frekar með Love & Other Drugs; Betra handrit, skemmtilegra par og áhrifaríkari saga. Auk þess fá grunnir karlmenn meira en nóg af brjóstum þar frá Anne Hathaway. Portman fækkar oft fötum hér en myndatökumaðurinn stríðir okkur of mikið til að leyfa okkur að sjá eitthvað gott.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.04.2011

Áhorf vikunnar (18.-24. apríl)

Jæja, hverjir hérna muna eftir þessum skemmtilega lið? Það er semsagt komið að áhorfi vikunnar þar sem allir fá útrás og tjá sig um hvaða myndir horft var á í vikunni áður og hvort þær voru nýja uppáhalds myndin ykkar eða ...

02.03.2011

Myndir mánaðarins: Marsblaðið komið út

Þá er marsblað Mynda mánaðarins komið út, númer 206 (hvorki meira né minna) frá upphafi og númer 14 síðan samstarf þess og vefsins Kvikmyndir.is hófst. Í nýjasta blaðinu er að venju að finna kynningar á öllu...

21.02.2011

Grasafræðingur á toppnum í Bandaríkjunum

Liam Neeson tyllti sér á topp bíóaðsóknarlistans í Bandaríkjunum um helgina þegar mynd hans Unknown, var mest sótta myndin þar í landi. Myndin þénaði 21,8 milljón Bandaríkjadali. Myndin fjallar um grasafræðin...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn