No Strings Attached (2011)
Fuckbuddies, Sex Friends, Untitled Ivan Reitman Project
"Friendship has its benefits"
Myndin segir frá vinunum Adam og Emmu sem hafa þekkst um árabil.
Bönnuð innan 12 ára
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Myndin segir frá vinunum Adam og Emmu sem hafa þekkst um árabil. Adam er ólæknandi kvennabósi sem skiptir nánast jafn oft um bólfélaga og nærbuxur. Emma er ungur læknir sem vinnur 80 tíma á viku og á engan kærasta vegna þess að hún hefur einfaldlega ekki tíma eða áhuga á því. Eitt kvöldið, þegar þau eru að tala saman, leiðir eitt af öðru og þau enda á því að sofa saman. Í framhaldinu komast þau að því að þau eru fullkomnir bólfélagar fyrir hvort annað, af því að Emma hefur engan tíma fyrir kærasta en mikla löngun í kynlíf, og Adam hefur jafnmikla löngun í kynlíf en enga löngun í kærustu. Í fyrstu gengur afar vel að halda þessu sambandi algerlega á „líkamlegum“ forsendum, en ekki líður á löngu þar til tilfinningar sem hvorugt þeirra hefur upplifað áður fara að láta á sér kræla, en það getur flækt málin svo mikið að vinátta þeirra, sem hefur alltaf verið mjög sterk, er í hættu...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

































