Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Time Bandits 1981

Fannst ekki á veitum á Íslandi

All the dreams you've ever had and not just the good ones

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Kevin er drengur með mikið ímyndunarafl. Hann fer í tímaferðalag með fullt af dvergum í fjársjóðsleit, sem hafa fengið "lánað" kort af tímagötum alheimsins, frá Yfirverunni ( The Supreme Being ). Á ferðalaginu fer Kevin allt til þess tíma þegar Napóleon ríkti í Frakklandi, og til miðalda, og til upphafs tuttugustu aldarinnar m.a.

Aðalleikarar


Þessi mynd er svo mikil þvæla að það er ekkert venjulegt. Ég meina hún er ekki ömurlegt sorp ég er ekki að segja það, þið sjáið að ég gef henni eina og hálfa stjörnu þá er hún tæplega sæmileg, ekki mikið verri en það en hún er svo bara algjörlega úr samhengi og söguþráðurinn svo skelfilega slappur. Byrjar þokkalega en snýst svo út í algjört bull. David Warner lífgar reyndar örlítið uppá myndina, leikur þarna Lúsífer alltaf jafn gaman að honum(Warner sko ekki Lúsífer eða whatever). Þessi mynd Time bandits er einungis fyrir grjótharða aðdáendur Monty Pyton.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilldarræma, hvar eftirlifandi Monty Python-meðlimir líta verulega gagnrýnum augum á Skaparann.

Ungur piltur fer á tímaflakk með nokkrum dvergum sem hafa stolið ek. tímakorti, hvar dyr gegnum tíma og rúm eru merktar inn. Skaparinn hinsvegar vill kortið sitt aftur og eltir hersinguna gegnum tímann, þar sem þeir hitta Napóleon, Hróa Hött og fleiri merka menn, sigla með Titanic og fleira í þeim dúr.

Stórgóður endir límir svo snilldina saman.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.03.2019

Löður leikkona látin

Emmy-tilnefnda leikkonan Katherine Helmond, sem er best þekkt fyrir leik sinn í gamanþáttunum bandarísku Who’s the Boss? og Löðri þar á undan, er látin, 89 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í Los Angeles þ...

27.01.2014

Sköllóttur Waltz í nýrri stiklu

Fyrsta stikla úr nýjustu mynd Terry Gilliam, The Zero Theorem, er mætt. Gilliam hefur gert myndir eins og Twelwe Monkeys, The Brothers Grimm, The Fisher King, Brazil, Time Bandits og The Meaning of Life svo einhverjar séu...

22.08.2013

Gilliam spyr enn að tilgangi lífsins - Nýtt plakat

Fyrsta plakatið er komið út fyrir nýjustu mynd Monty Python leikstjórans Terry Gilliam, The Zero Theorem, en miðað við það sem sjá má á plakatinu þá er þetta spennandi heimur sem hann er staddur í, eins og svo oft áður í...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn