Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fear and Loathing in Las Vegas 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. febrúar 1999

Give us your brain for two hours and you will never be the same again....

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 41
/100
Keppti um Gullpálmann í Cannes.

Kvikmyndaútgáfa af hinu sígilda og skynörvandi verki rithöfundarins Hunter S. Thompson um ferðalag yfir þveran vesturhluta Bandaríkjanna, þar sem hann og hinn stóri samóíski lögfræðingur hans leita í örvæntingu að "ameríska draumnum". Þeir njóta á leiðinni hjálpar frá stórum skömmtum af eiturlyfjum og áfengi, sem þeir geyma í bílnum sínum; Rauða... Lesa meira

Kvikmyndaútgáfa af hinu sígilda og skynörvandi verki rithöfundarins Hunter S. Thompson um ferðalag yfir þveran vesturhluta Bandaríkjanna, þar sem hann og hinn stóri samóíski lögfræðingur hans leita í örvæntingu að "ameríska draumnum". Þeir njóta á leiðinni hjálpar frá stórum skömmtum af eiturlyfjum og áfengi, sem þeir geyma í bílnum sínum; Rauða hákarlinum. ... minna

Aðalleikarar

Sönnun að dóp sé hættulegt
Terry Gilliam er mjög góður leikstjóri og þarna sannar hann það með stæl. Raoul Duke (Johnny Depp) og Dr Gonzo (Benicio Del Toro) eru klikkaðir dópistar í eyðimörkinni í Nevada. Svo ná þeir í ungan strák hitchhiker (Tobey Maguire ), svo fara þeir að útskýra hvað þeir eru að gera. Gonzo gefur Duke LSD.

******** Kannski smá Spoiler *******(ef þú ert ekki búinn að sjá hana þá slepptu að lesa þennan kafla)

Þegar Duke vaknar upp úr sinni frábæru vímu þá man hann ekki neitt neima einhverja góða minningu þá var hann með hljóðnema vafinn um andlitið hans og upptökutæki sem var víst á upptöku allan tímann svo fer hann að reyna að muna hvað hefur gerst út allan þennan vímu tíma. Það er allra besti kaflinn í myndinni - þá loks fáum við að sjá hvað gerist í raun og veru haha.
*********** Spoiler over ********

Einkunn: 9/10 - "Skyldu áhorf , Mjög vel heppuð kvikmynd, tekur strax alla athyglina hjá manni um leið, og hún er líka mjög skemmtileg. Sjáðu hana núna ! "
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get skilið af hverju sumum finnst Fear and loathing in Las Vegas vera algjör snilld af sömu ástæðu og ég skil af hverju öðrum finnst hún vera alveg ömurleg. Ástæðan er sú að þessi mynd er steiktari heldur en Kentucky fried chicken og það er mjög misjafnt eftir fólki hvort að það er kostur eða galli. Mér finnst það vera kostur en dópneyslan sem viðkemur söguþræðinum svona mikið gerir myndina ekki nógu sannfærandi og aðeins of súrrealíska. Johnny Depp og Benicio Del Toro leika tvo náunga sem halda til Las Vegas árið 1971 til að skrifa um kappakstur en síðan hreint og beint flýtur allt í dópi hjá vinum okkar og maður bara furðar sig á því hvað sé að gerast. Hún á víst að vera sannsöguleg en það er nú bara ótrúlegt miðað við hvað hún missir sig í öllum þessum fáránleika. Depp og Toro sýna þó snilldartakta sem furðufuglarnir tveir og Fear and loathing in Las Vegas er alveg kolsvört sem gamanmynd og ég gat hlegið talsvert að henni. Semsagt, fyndin mynd, skemmtileg og vel leikin en bara meira súrrealísk en henni er hliðhollt. Ég smelli ég á hana tveimur og hálfri stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar að ég horfði á þessa mynd var ég búinn að vera vakandi í 28 klukkutíma og búinn að drekka 3 kaffibolla og sneri mér í marga hringi á meðan að myndinni stóð og ég mæli ekki með því, vegna þess að þeta er ekki rétta myndin til þess að gera það við. En allavega, í þessari mynd kemur fram margar ef ekki allar dóptegundir sem til eru þannig að ef þér finnst dóp myndir leiðinlegar skaltu samt horfa á þessa. Johnny Depp fer með hlutverk Raoul Duke eða Hunter S. Thompson sem er ásamt lögfræðingi sínum Dr.Gonzo eða Oscar Z. Acosta, í sameiningu fara þeir til Las Vegas og neyta MIKILLA fíkniefna á leiðinni til Las Vegas og ennþá meira í Las Vegas. En ef að maður lítur á myndina í heild sinni er enginn sérstakur söguþráður annar en dóp, áfengi og skemmtun. En eins og sumir vita þá er Hunster S. Thompson til og hann gerði myndina og skrifaði bókina sem heitir The American Dream.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

SPOILER ALERT!!!!!!!!!!!!!!!

ÞESSI GAGNRÝNI FER Í GEGNUM ALLA MYNDINA OG ÞIÐ VILJIÐ EKKI LESA HANA ÁN ÞESS AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA!!!!!!!!!!!!!

Þið hafið verið varin við :-)


WAIT! We can´t stop here! This is bat country!

Ein besta lína kvikmyndasögunnar.

Fear and Loathing in Las Vegas er ein af þessum kvikmyndum sem að maður annað hvort hatar eða elskar. Ég fell í seinni flokkinn. Hunter S. Thompson a.k.a Raoul Douk (Johnny Depp)

og sjálfskipaður lögfræðingur hans Oscar Zeta Acosta a.k.a Dr.Gonzo (Benicio Del Toro) eru í upphafi myndarinnar að bruna til Las Vegas í stórum rauðum Cadillac að nafni The great Red Shark eða Mikli Rauði Hákarlinn til að skrifa um mótorhjólakeppni og eru með nóg af eiturlyfjum í skottinu til að koma hálfum heiminum í stærstu vímu lífs þeirra. Eter, hass, sólskinssýra allt upp í adrenalínkyrtla og áfengið skortir þeim ekki heldur. Allt í einu byrjar Hunter að sjá risaleðurblökur og veifar flugnaspaða til að sjá um þessi kvikindi. Svo stoppa þeir til að taka upp puttaling(Toby Maguire í nánast óþekkjanlegu hlutverki) og þá heyrum við línuna sem að ég minntist á í upphafi gagnrýnarinnar, flutt með mikilli snilld af Johnny Depp sem að nær Hunter fullkomlega. Svo byrjar hann að rausa um Manson fjölskylduna og Gonzo blaðrar um lagið á höfuðkúpu Toby.

Að sjálfsögðu bregður puttalingnum við og flýr úr bílnum.

Ferðin heldur áfram.

Þeir koma í ljósadýrð neonljósa Vegas og finna hótel. Þeir eru ekki lengi að rústa því og brjála allt og alla í kringum sig.

En þá kemur að því, mótorhjólakeppnin!!!

En því miður skilur okkar maður hvorki upp né niður í henni og sest bara og fær sér sjúss!

Aftur kemur á hótelið þar sem að Gonzo vill að Hunter/Raoul hjálpi honum að fremja sjálfsmorð þegar að hápunktur White Rabbit með Jefferson Airplane hefst.

En Raoul hleypur í burtu og reiður Gonzo með hníf á eftir honum.

Þetta hótel er greinilega ekki að virka.

Þeir fara á annað hótel að nafni The Flamingo en þar er eiturlyfjaráðstefna í gangi og þeir með fulla tösku af lyfjum!

Eitt leiðir af öðru þar til að Hunter kemur að Gonzo á hótelherbergi þar sem að hann er búinn að næla í stúlku sem að hefur þá ástríðu að mála Barböru Streisand og er í Vegas að hitta hana! þeir losa sig við hana og þá þarf Gonzo að ná flugvél, þeir ná henni naumlegaog þá heyrum við flotta ræðu Hunter um Gonzo ....to weird to live and to rare to die...

kreditlistar rúlla.

Þessi mynd er eitt stórt sýrutripp og maður verður aldrei samur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fear and Loathing in Las Vegas er sýrumynd 20. aldarinnar, Terry Gilliam þekkir engin skiljanleg takmörk. Myndin er byggð á frægri bók eftir Hunter S. Thompson sem Johnny Depp leikur en felur sig undir nafninu Raoul þar sem hann og lögfræðingurinn hans Gonzo (Benicio del Toro) fara til Las Vegas á sýruflipp með öll mögulegustu eiturlyf sem hægt er að fá. Markmið myndarinnar er viljandi óljóst því myndin er sögð gegnum sjónarhorn þeirra sem eru á stanslausu flippi út alla myndina. Johnny Depp er alveg fáranlega fyndin og kemur með líklega einhvern besta leik sem ég hef séð. Þessa mynd er skylda að sjá því hún er einstök en meðal annars snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn