Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Brothers Grimm 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. desember 2005

No curse we can't reverse. No spell we can't break. No demon we can't exterminate/Eliminating Evil Since 1812

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Svikahrapparnir og safnarar þjóðsagna, Jake og Will Grimm, ferðast á milli bæja og þykjast geta verndað bæjarbúa fyrir óvættum og galdraverum, og framkvæma særingar. Það reynir hinsvegar á hugrekki bræðranna þegar þeir komast í kynni við alvöru galdra í draugaskógi,

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þegar þumallinn fálmaði eftir eyddum takka á fjarstýringunni sem áður var með mynd af þríhyrningi óraði mig ekki fyrir þeim viðbjóði sem beið mín. Ég vissi að þessi mynd hafði fengið slaka dóma en hversu slæm gat Terry Gilliam mynd með Heath Ledger og Matt Damon verið? Svarið er, hræðileg. Ég nenni varla að fara djúpt ofan í hvað var svona slæmt en það var eiginlega allt. Leikararnir voru ráðvilltir og ofléku. Peter Stormare sem er venjulega frábær var sorglega glataður. Hans versta hlutverk á ferlinum. Það er synd að Ledger skyldi hafa eytt tíma sínum í þessa mynd af því að hann náði að gera svo fáar áður en hann dó. Og Terry Gilliam. Hann átti einu sinni bjarta framtíð og hefði getað orðið einn af bestu leikstjórum í heimi. Það virðist sem að öllum myndum hans fylgi vandamál sem tengjast kvikmyndaverunum og peningum. Ég veit ekki hverjum þessi rjúkandi saursúpa er um að kenna en ég hef engann annan en Gilliam sem ég get kennt um. The Brothers Grimm er ein alversta “high-profile” mynd sem ég hef séð, ég þarf að fara í sturtu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brothers Grimm hefur ekkert sögulegt vægi við sig, það er nákvæmlega ekkert við hana sem stenst við raunveruleikann, þetta er aðeins gott dæmi um Terry Gilliam mynd því hann gerir mjög viljandi afar furðulegar myndir. Miðað við þá ýmislegu hluti sem ég hafði heyrt um myndina þá tel ég hana falla gersamlega undir álitsmál, sumir hata hana, aðrir fíluðu hana ekki og sumir, eins og ég fíluðu hana. Hér er goðsögnin um þýsku Grimms bræðurna tekin og umbreytt í ævintýri svipað og þau sem þeir bræðurnir skrifuðu á sínum tíma, sem á að benda til þess að sögurnar séu byggðar á raunverulegum atburðum í myndinni. Það er hægt að rífast um hvort myndin sé vel skrifuð en ekki hvort hún sé vel leikin, Matt Damon en sérstaklega þá hann Heath Ledger voru báðir gott val fyrir þessi hlutverk. Í mínum augum er Brothers Grimm mjög sýrð mynd undir stjórn Terry Gilliam, en alls ekki það sýrð miðað við aðra myndir hans, og húmorinn sem hann kemur í söguna bætir aðeins skemmtunina því Brothers Grimm er nákvæmlega hrein skemmtun ef þú getur metið hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flæðir út í allar áttir
Sem einstaklingur sem lengi hefur kunnað að meta Terry Gilliam verð ég að segja að ég hafi orðið fyrir töluverðum vonbrigðum með The Brothers Grimm.

Myndin ber helstu merki þess sem þarf til að halda uppi góðri ævintýramynd; Sviðsmyndir og umgjörð er stórfengleg, og það er nákvæmlega ekkert sem ég get notað til að setja út á stílinn og yfir höfuð útlitið á myndinni. Leikararnir eru jafnframt skemmtilegir. Matt Damon og Heath Ledger ná að búa til skemmtilegt tvíeyki og krydda ákveðnum húmor inn í myndina. Burtséð frá flestöllu í forgrunninum þá virðist myndin búa yfir ákveðnum fíling sem hefur einkennt gömlu góðu Grimmsævintýrin og skemmtanagildi hennar nær einnig góðu flæði. En að segja að myndin fái traust meðmæli hjá mér er eiginlega að sækja aðeins of langt, því myndin hefur alveg gríðarlega leiðinlegan galla sem gerir það að verkum að góðu þættirnir dofna út af og til.

The Brothers Grimm er nefnilega mjög samhengislaus og flöt mynd. Söguþráðurinn er annaðhvort óljós eða bara þunnur, en hann kemst aldrei á neitt flug og þar af leiðandi er myndin sífellt flæðandi út í allar áttir. Þegar komið er að seinni hluta er myndin orðin að svo mikilli hrúgu að ég átti erfitt með að skynja eða finna fyrir einhverri spennu.
Til að bæta gráu ofan á svart þá skjóta upp kollinum nokkur fáránlega absúrd atriði (jafnvel á Gilliam-skala...! Ég meina, Gingerbread Man?! Hvað er málið??) og sum þeirra sýna varla vott af tilgangi (annað en þá bara til að vitna í upprunalegu sögurnar), og skilja mann eftir með súrt eftirbragð. Húmorinn er vissulega fínn á pörtum (m.a.s. skemmtilega kvikindislegur) og aðalleikararnir tveir skilja eitthvað eftir sig þar, eins og áður var nefnt.

Þessi mynd hafði voða blendin áhrif á mig, og út alla lengdina hljóp hún frá því að vera bæði góð og slæm, en kannski það sé eðlilegt miðað við Gilliam-mynd (ekki get ég sagt að ég hafi litið á Fear and Loathing in Las Vegas sömu augum fyrst og ég geri í dag, en hún er í sterku uppáhaldi hjá mér).

Hefðbundnu Gilliam-furðulegheitin eru til staðar. Það er ykkar að dæma um hvort það sé jákvætt eða neikvætt merki, annars er alltaf hægt að kíkja aftur á Narniu í staðinn ef markmiðið er að heimsækja ánægjulega fantasíuveröld.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er hræðileg, hræðileg mynd.. Að horfa á hana var hreinn sársauki. Allt við þessa mynd var vont.. leikur, handrit, brellur.. ALLT! veit eiginlega ekki afhverju ég er að gefa þessu eina stjörnu, hef það bara ekki í mér að vera svo vond að gefa minna..

ég bjóst satt að segja ekki við neinu af þessari mynd en ég varð samt fyrir vonbrigðum. ég hef ekki mikið álit á matt damon eða heath ledger sem leikurum og þetta var þeirra allra versta frammistaða og þá er mikið sagt.. og það sama má segja um monicu bellucci og peter stormare sem mér finnst yfirleitt bæði sýna ágætis leik en þetta var þvílík kvöl.

ég var alveg svakalega ánægð að komast út í grenjandi rigninguna og rokið þegar myndin var loksins búin og þakkaði guði fyrir að hafa ekki þurft að borga mig inn..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Úff, ógn og skelfing! The Brothers Grimm er einhver sú versta mynd sem ég hef á ævi minni séð. Það er sama hvert er litið, hún er bara slæm! Handrit, söguþráður, samtöl, karaktersköpun; þetta er allt hvert öðru verra.

Matt Damon, Heath Ledger, Monica Belucci; hvað voruð þið að hugsa? Hvernig í ósköpunum stendur á því að kvikmynd sem er svona mikil þvæla frá upphafi til enda, skartar þvílíkum stjörnuleikurum? Söguþráðurinn er algjör vitleysa, myndin stefnir ekki neitt og hefur afar takmarkaðan boðskap. Það þarf nú reyndar ekki endilega að þýða að myndin sé léleg, því maður getur oft skemmt sér ljómandi vel yfir alls konar vitleysu. En ekki yfir Brothers Grimm, því hún er bara einfaldlega hrútleiðinleg! Ég eyddi fyrsta klukkutímanum í það að líta á klukkuna og bíða eftir hléinu því mér leiddist svo ofboðslega. Myndin var svo uppfull af aulahúmor fyrir 6 ára að mér leið eins og ég væri að horfa á 10 ára gamlan þátt með Spaugstofunni. Þegar framleiðslukostnaður kvikmyndar er nálægt 90 milljónum dollara ætti nú að vera hægt að gera betur en það...

Myndin á að gerast seint á 18. öld í Þýskalandi, sem þá var hernumið af Frakklandi. Þjóðverjarnir fyrirlitu Frakkana sökum hernámsins, og Frakkarnir litu að sama skapi niður á Þjóðverjana. Það lýsir ágætlega þjóðrembingshátt og fáfræði Bandaríkjamanna að einkenni þessara stríðandi þjóða eru algjört klúður í myndinni. Þarna tala t.d. allir ensku, bara með mismunandi hreim. Eini sjáanlegi munurinn sem sýndur er á Þjóðverjum og Frökkum er síðan sá að þeir spila mismunandi tónlist!

Í þessari kvikmynd er að finna einn skelfilegasta karakter kvikmyndasögunnar. Það er Ítalinn Cavaldi. Cavaldi var fullkomnlega óþolandi á allan hátt, og ef ég hefði hitt þennan mann á förnum vegi hefði ég sennilega neyðst til að drepa hann. Hann var ekki fyndinn og hann var ekki sniðugur, bara óendanlega leiðinlegur. Svo var hann algjörlega tilgangslaus og ég skil bara engan veginn hvað hann var að gera þarna. Það var eins og leikstjórinn hefði ákveðið að bæta við einum auka karakter eftir að handritið var skrifað, svo hæfileikalausi frændi hans gæti fengið að vera með í myndinni!

Aðrar persónur voru líka óttalega leiðinlegar og tilfinningalausar. Ég veit eiginlega ekki ennþá hvort skógarkonan var skotin í öðrum hvorum bræðranna, eða hvort þeir voru skotnir í henni. Samt átti greinilega að vera einhver rómantík í gangi þarna, hún komst bara alls ekki til skila. Samband Grimm bræðranna átti líka að vera mjög dramatískt en það skilaði sér einnig frekar illa.

Æhh, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að enda þessa gagnrýni. Ég hef reyndar aldrei skrifað svona áður, en þessi mynd var bara svo ofboðslega slæm að ég varð að segja eitthvað. Hún er kjánaleg, leiðinleg, barnaleg, illa leikin og illa skrifuð. Það eru nokkuð margar myndir sem lofa góðu að koma í bíó á Íslandi í janúar, og ég mæli með að þið kíkið frekar á einhverjar þeirra en á The Brothers Grimm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn