Náðu í appið
Twelve Monkeys

Twelve Monkeys (1995)

12 Monkeys

"They're Coming."

2 klst 9 mín1995

Óþekkt og banvæn veira er búin að drepa fimm milljarða manna árið 1996.

Rotten Tomatoes88%
Metacritic75
Deila:
Twelve Monkeys - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Óþekkt og banvæn veira er búin að drepa fimm milljarða manna árið 1996. Aðeins 1% af jarðarbúum er ennþá lifandi árið 2035, og neyðist til að búa neðanjarðar. Glæpamaður býður sig fram, hikandi þó, til að vera sendur aftur til ársins 1996 til að safna upplýsingum um uppruna faraldursins ( sem honum er sagt að hafi verið dreift af hinum dularfulla "tólf apa her" ) og staðsetja veiruna áður en hún stökkbreytist, svo að vísindamenn geti rannsakað hana. Til allrar óhamingju er Cole fyrir mistök sendur til ársins 1990, sex árum lengra en áætlað var, og hann er handtekinn og lokaður inni á geðveikrahæli, þar sem hann hittir Dr. Kathryn Railly, geðlækni, og Jeffrey Goines, geðsjúkan son frægs vísindamanns og veirusérfræðings.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Leikstjórinn Terry Gilliam lét Bruce Willis fá lista af "Bruce Willis leikaraklisjum" sem hann mátti ekki nota í myndinni, þar á meðal var "hið stálkalda bláeyga augntillit."

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (13)

helv... góð

Nokkuð góð sci-fi mynd þarna á ferðinni, svoldið skrýtin og ruglingsleg en samt góð skemmtun og frábær leikur.

★★★★★

Ég tók þessa mynd upp á bíórásinni því hún byrjaði klukkan 02:00. Síðan kíkti ég á þessa mynd því að ég hafði heyrt að hún væri mjög góð. Það munar ekki miklu að ég gef...

Twelve Monkeys kom mér skemmtilega á óvart þegar ég sá hana fyrir stuttu. Handritið er alveg frábært, vandað og úthugsað frá upphafi. Bruce Willis stendur sig mjög vel en hann leikur h...

12 monkeys er frábær mynd um hvernig vírus nær að dreifa sér og drepa yfir 5 billjón manna árið 1996. Spennan er alltaf í hámarki og pælingar miklar sem gera þessa mynd að algjöru meist...

★★★★★

Árið er 2035 og hefur skæður veirufaraldur útrýmt stórum hluta mannkyns. Þeir fáu sem eftir eru búa nú neðanjarðar. Náungi einn að nafni Cole(Bruce Willis)er sendur aftur í tímann til...

★★★★★

Ég skellti mér á DVD eintak af myndinni um daginn, enda langt síðan maður hafði horft á ræmuna. Fyrst þegar ég sá myndina þegar hún kom út var ég ekki alveg sannfærður en svo hefur ...

Þetta er mjög góð og spennandi mynd. Bruce Willis kallin er alltaf seigur, Brad Pitt með þvílíka frammistöðu sem geðsjúklingurinn og Madeleine Stowe er allt í lagi líka. Mjög frumleg my...

Algert meistaraverk úr smiðju Terry Gilliams sem fjallar um mann sem er sendur aftur í tímann til þess bjarga mannkyninu frá því að verða banvænni veirusýkingu að bráð. Á yfirborðinu ...

★★★★☆

Brad Pitt og Bruce Willis fara á kostum í þessari mynd sem fjallar um mann sem kemur úr framtíðinni til að reyna bjarga jörðinni frá því að mannkynið deyi út af skæðri veiru!Alger sni...

Kristaltær snilld... Brad Pitt sýnir hér algeran stórleik hefði átt að fá Óskar fyrir vikið. Einnig er Willis mjög traustur. FRÁBÆR MYND......

Hreinasta gargandi schnilld, enda ekki við öðru að búast með snilldarleikstjóra og einvalalið leikara. Ef þú hefur ekki séð hana áttu bágt. Her hinna tólf apa er að koma...

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Atlas EntertainmentUS
Classico
Twelve Monkeys Productions

Verðlaun

🏆

Brad Pitt var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik í aukahlutverki, og Julie Weiss var tilnefnd til Óskars fyrir búninga.