Brick Mansions (2014)
"Undercover and never Outgunned"
Miskunnarlaus glæpakóngur hefur komist yfir kjarnorkusprengju og það kemur í hlut lögreglumannsins Damiens og parkourmeistarans Linos Dupree að stöðva bæði hann og gengi hans.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Miskunnarlaus glæpakóngur hefur komist yfir kjarnorkusprengju og það kemur í hlut lögreglumannsins Damiens og parkourmeistarans Linos Dupree að stöðva bæði hann og gengi hans. Myndin gerist í náinni framtíð í Detroit-borg þegar glæpalýður borgarinnar hefur verið einangraður og afgirtur með múrvegg inni í hverfi sem kallað er Brick Mansions. Þar hefur sölsað undir sig öll völd hinn ófyrirleitni og stórhættulegi glæpakóngur Tremaine Alexander sem sýnir þeim sem voga sér að standa gegn yfirráðum hans enga miskunn. Þegar í ljós kemur að Tremaine hefur komist yfir kjarnorkusprengju og er vís með að nota hana eiga lögregluyfirvöld borgarinnar engan annan kost en að ráðast inn í greni hans. Til að leiða það verkefni er fenginn lögreglumaðurinn Damien Collier, en Damien á líka persónulegra harma að hefna gegn Tremaine sem er ábyrgur fyrir dauða föður hans. En áður en Damien getur ráðist til atlögu þarf hann nauðsynlega að fá í lið með sér parkour-meistarann Lino Dupree sem þekkir hvern krók og kima í Brick Mansions. Lino er í fyrstu tregur til samstarfsins en þegar Tremaine lætur ræna unnustu hans getur hann ekki annað en slegið til ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur




























