Náðu í appið
Joe

Joe (2013)

"Hvað hefurðu gert?"

1 klst 57 mín2013

15 ára strákur sem býr við harðræði fyllibyttunnar föður síns leitar ásjár hjá fyrrverandi fanga sem er í aðstöðu til að veita honum vinnu og...

Rotten Tomatoes87%
Metacritic74
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

15 ára strákur sem býr við harðræði fyllibyttunnar föður síns leitar ásjár hjá fyrrverandi fanga sem er í aðstöðu til að veita honum vinnu og ákveður að vernda hann í framhaldinu. Joe er gerð eftir samnefndri skáldsögu Larrys Brown sem kom út árið 1991. Sagan segir frá Joe Ransom sem á vægast sagt vafasama fortíð að baki og er harður í horn að taka. En þótt hann sé sannarlega ekki allra á hann traustan vinahóp sem ber mikla virðingu fyrir honum. Þegar Joe vingast við hinn 15 ára Gary sem býr við ömurlegar heimilisaðstæður og ofbeldi af hálfu föður síns ákveður hann að ganga í málið til verndar drengnum, þvert á ráðleggingar og jafnvel þótt það eigi eftir að kosta hann sjálfan frelsið ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Rough House PicturesUS
Worldview EntertainmentUS
Dreambridge Films
Muskat Filmed PropertiesUS
LionsgateUS