Náðu í appið
Halloween Kills

Halloween Kills (2021)

1 klst 46 mín2021

Saga Michael Myers og Laurie Strode heldur hér áfram.

Rotten Tomatoes38%
Metacritic42
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Saga Michael Myers og Laurie Strode heldur hér áfram. Nokkrum mínútum eftir að Laurie og dóttir hennar Karen og dótturdóttir Allyson, skilja við grímuklædda skrímslið Myers, fast í brennandi kjallara Laurie, þá fer Laurie beint á spítala með banvæn meiðsli. Hún trúir því að nú hafi henni loksins tekist að koma Myers fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll. En þegar Myers tekst að sleppa úr prísundinni, þá hefst blóðbaðið á ný og Laurie þarf að snúast til varnar. Hún kallar saman her manna úr nágrenninu til að kveða óvættinn í kútinn.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Alvöru slökkviliðsmenn úr Cannon Air Force Base slökkviliðinu léku í atriðinu með brunaliðsmönnunum.
Jamie Lee Curtis leikur hér hlutverk Laurie Strode í sjötta skiptið. Þar með tekur hún fram úr Donald Pleasence ( Dr. Loomis ) í fjölda mynda.
Tuttugu og átta manns láta lífið í myndinni.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Blumhouse ProductionsUS
MiramaxUS
Rough House PicturesUS
Trancas International FilmsUS