Náðu í appið
73
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Halloween: Resurrection 2002

(Halloween 8)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. nóvember 2002

Evil Finds Its Way Home.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 19
/100

Fjöldamorðinginn Michael Myers er ekki búinn að ljúka sér af við Laurie Strode. En er þetta það síðasta sem við munum sjá af Myers? Freddie Harris og Nora Winston vinna við að skipuleggja raunveruleikaviðburði hjá DangerTainment, og ætla sér að senda sex manna hóp unglinga inn á æskuheimili Myers. Myndavélar eru settar upp um allt hús og enginn kemst út... Lesa meira

Fjöldamorðinginn Michael Myers er ekki búinn að ljúka sér af við Laurie Strode. En er þetta það síðasta sem við munum sjá af Myers? Freddie Harris og Nora Winston vinna við að skipuleggja raunveruleikaviðburði hjá DangerTainment, og ætla sér að senda sex manna hóp unglinga inn á æskuheimili Myers. Myndavélar eru settar upp um allt hús og enginn kemst út ... en þá kemur Michael Myers heim!... minna

Aðalleikarar


Halloween 1 var góð,Halloween H20(halloween 7) var líka góð,en hinar voru lélegar.

Resurrection tilheyrir hvorugum floknum,hún er allsekki góð en heldur ekki eins léleg

og hinar en er svona ágætis B-mynda afþreying.

Þetta var fyrsta halloween myndin sem ég sá af 4.

Þess má geta að myndir 3 til 6 tengjast ekki H20 neitt.

Þar hafa bara gerast það sem gerðist í myndum 4 til 6 er í H20 eins og það hafi aldrei gerst.

Maður þarf að vera búinn að sjá halloween 1,2 og H20 allavega H20.

Laurie Strode(Jamie Lee Curtis)er nú á geðsjúkra húsi og hrekkjavakan að koma og er hún myrt af Michael Myers bróður sínum.

Á sama tíma eru þrír vinir Sarah,Rudy og Jen valin ásamt nokkrum öðrum háskólakrökkum að taka þátt í raunveruleikasjónvarpsþætti sem gerður er af peningagráðug sjónvarpsfólki Freddie og Nora(Bustha Rhymes,Tyra Banks) sem gerist í æskuheimili raðmorðingjans Michael Myers en enginn veit að hann hefur hreyðrað um sig þar undan farin ár og ekkert kominn með leið á mörðum.

ÚÚÚÚ frumlegt(eða þannig),leikstjórn,handrit sem er þó sæmilegt,leikur er bara ekki mjög gott og klippingin er virkilega léleg.

Myndin bara gengur ekki alveg upp en þó 2ja störnu skemmtun en nokkuð gölluð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ha? er Resurrection ekki nr 7?? ég hélt það, en annars ágætis mynd svosem, ekkert gubb....hún var allavega betri en 2,3,4 og fimm til samans, H2O var ágæt, mér finnst þessi samt betri...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skil ekki hvernig er hægt að skrifa svona mikið um svona leiðinlega mynd. Þessi mynd er bara mistök og það er búið að eyðileggja þessa seríu fyrir löngu síðan með Halloween 2. Sú eina sem var nálægt því að laga seríuna en náði því ekki alveg þó hún sé góð var Halloween H20.En þessi mynd þessi er pure crap. Þar hafið þið það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Var þetta misheppnuð spennumynd...JÁ!

Hefði ég farið á hana í bíó hefði ég gengið út. Atriðin voru ömurleg, engin spenna í gangi, ekkert svona Shit, hann er fyrir aftan þig maður!-spenna...frekar svona, .....ha?....

Söguþráðurinn var ágætur ef maður skoðar aftan á spóluna...en þegar hún er komin í tækið og byrjuð að rúlla þá fer maður að hugsa '350 kall til einskins'.

Ég meina, ég veit ekki hvort að þetta var tónlistin sem spillti spennunni eða 'hræðslan' sem leikararnir sýndu.

Meir að segja vinkona mín sem hrekkur í kút við hvert fótmál í hryllingsmyndum, fór HEIM AF LEIÐINDUM!

Svo var ég ekki alveg að ná af hverju hann var að drepa, hver var ástæðan?

Það var gjörsamlega ekkert fútt í þessu sem ég sá þarna í myndinni, sá engan tilgang, bara misheppnuð morð!

Og svo ég bæti einu við þá var þetta hræðilega fyrirsjáanleg mynd...hverjum hefði ekki dottið í hug hvernig hún endaði?

En allt í lagi, álit mitt á myndinni er komið glöggt í ljós, nema eitt....HVAR ERU FORELDRARNIR????

Ég minnist þess ekki að hafa séð einn einasta foreldra í allri myndinni.....tja, greinilega var þeim alveg sama um börnin þá.

Jæja, búin að segja mitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, þá er raðmorðinginn frægi Michael Myers mættur enn eina ferðina og í þetta sinn ofsækir hann fólk í raunveruleikasjónvarpi. Fyrsta Halloween myndin var hundléleg og þessar ótalmörgu framhaldsmydir sem fylgdu í kjölfarið voru hver af annari verri. Í þessari nýju mynd er ekkert nýtt á ferðinni. Bara hnífsstungur og öskur og klisja og fyrirsjáanleiki. Eiginlega hefði þessi mynd átt að fá hálfa stjörnu en undirritaður hefur það eina slétta út af einstaka flottum atriðum. En það nægir ekki til að mæla með henni. Langt frá því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn