Náðu í appið
Halloween Ends

Halloween Ends (2022)

1 klst 51 mín2022

Saga Michael Myers og Laurie Strode endar hér í algjörri háspennu í þessari síðustu mynd Halloween seríunnar.

Rotten Tomatoes40%
Metacritic47
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Saga Michael Myers og Laurie Strode endar hér í algjörri háspennu í þessari síðustu mynd Halloween seríunnar. Fjórum árum eftir atburði Halloween Kills býr Laura með barnabarni sínu Allyson og vinnur að endurminningum sínum. Michael Myers hefur ekkert sést allan þennan tíma. En þegar ungur maður, Corey Cunningham, er sakaður um morð á pilti sem hann var að passa, hrindir það af stað ofbeldisöldu sem neyðir Laurie til að standa upp gegn illskunni sem hún hefur þó enga stjórn á, í eitt skipti fyrir öll.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Vinsældir Halloween myndanna hafa sjaldan eða aldrei verið eins miklar og eftir að þær voru endurvaktar með Halloween og Halloween Kills 2018
Þegar Laurie sér Frank í kjörbúðinni má heyra lagið (Don´t Fear) The Reaper eftir hljómsveitina Blue Öyster Cult. Lagið heyrðist fyrst í upprunalegu Halloween myndinni frá árinu 1978 þegar Laurie og Anna eru úti að keyra. Michael Myers var þar skammt undan.
Í byrjun myndarinnar eru Corey og Jeremy að horfa á mynd John Carpenter, The Thing. Það er skýr tilvísun í fyrstu Halloween myndina þegar hin upprunalega The Thing var í tækinu. Það er einnig skýr tilvísun í leikstjórann John Carpenter sem leikstýrði bæði upprunalegu Halloween myndinni og The Thing.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Blumhouse ProductionsUS
MiramaxUS
Rough House PicturesUS
Trancas International FilmsUS