Tæki og tól leiða mann í gegnum söguna

Spennutryllirinn og ráðgátan Missing, sem kom í bíó um helgina, er framhald fyrstu tveggja kvikmynda leikstjórans Aneesh Chaganty, Searching, frá árinu 2018 og Run frá árinu 2020.

Missing (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1

Eftir að móðir hennar týnist í fríi í Kólumbíu, ásamt nýja kærastanum, leitar dóttir hennar June að henni heiman að frá sér, í Los Angeles. Í leitina notar hún þau tól og tæki sem netið býður upp á og vonast til að finna móður sína áður en það verður um seinan. ...

Í Missing má sjá ýmsar tilvísanir í þessar myndir.

Í gulum vestum.

Missing gerist í Los Angeles sumarið 2022. Mörgum árum eftir að faðir hennar deyr er persónan sem Storm Reid leikur, June, að reyna að sætta sig við að móðir hennar, Grace, sem leikin er af Nia Long, sé á leið í frí til Kolumbíu, ásamt kærastanum Kevin.

Kemur ekki til baka

Í ljós kemur að June hafði fulla ástæðu til að hafa áhyggjur þar sem Grace snýr ekki til baka og June fer á netið að leita að mömmu sinni og fær aðstoð frá bestu vinkonu sinni Veena.

Líkt og í forveranum Searching eru tæki og tól eins og fartölvur, snjallsímar, apple úr og samfélagsmiðlar, notuð til að leiða áhorfandann í gegnum söguna.

Leitað á netinu.

Myndin er í góðum takti við Z kynslóðina sem er orðin mjög fær að leysa úr öllum mögulegum málum á netinu, enda er hún fyrsta kynslóðin sem elst upp við fullan netaðgang.

Eins og fyrr sagði þá er Missing, þó hún sé sjálfstætt framhald, og áhorfendur þurfa ekki að hafa séð Searching eða Run til að skilja hana, með ýmsa molar hér og þar sem tengja myndirnar saman.

Leikstjórinn, handritshöfundurinn og framleiðandinn Aneesh Chaganty er heilinn á bakvið allar myndirnar, sem auðveldar allar tengingar.

Klipptu hinar myndirnar

Chaganty skrifaði handrit að og leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, og er höfundur sögunnar í Missing. Leikstjórar og handritshöfundar Missing eru hinsvegar Will Merrick og Nick Johnson en þeir sáu um klippingu hinna myndanna tveggja.

Þar sem klippivinna er einmitt stór þáttur í kvikmyndunum, sérstaklega í Searching, þar sem allt gerist í tölvunni, þá voru Merrick og Johnson vel búnir undir að leikstýra Missing.

Slapp úr fangelsi

Sem dæmi þá birtist frétt í Missing í borða á skjá tölvunnar þar sem segir að Diane hafi sloppið úr fangelsi sem hún fór í í lok Run.

Þó að þetta hafi enga þýðingu fyrir söguna í Missing þá fá aðdáendur nýjar upplýsingar um fyrri myndina og upplýsingarnar gefa jafnvel upp boltann fyrir framhald, ef áhugi verður fyrir því.

Searching (2018)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn8/10

Þegar David Kim vaknar einn morguninn sér hann að 16 ára dóttir hans Margot hefur þrisvar reynt að hringja í hann um nóttina. Þegar hún skilar sér svo ekki heim um kvöldið og svarar ekki símanum kallar hann á lögregluna og hefst síðan sjálfur handa við að rannsaka hvað um hana...

Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Sundance-kvikmyndahátíðinni

Á vefmiðlinum ScreenRant segir að Chagnaty hafi frá upphafi ætlað að gera þrjár kvikmyndir sem gerðust í sama heiminum, en væru samt sjálfstæðar, og það hafi heppnast fullkomlega.

Run (2020)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn7/10

Fötluð stúlka í hjólastól, sem fær heimakennslu, byrjar að gruna móður sína um að þegja um drungalegt leyndarmál....