Hélt að það kæmi engin forsaga

Árið 2008 tók rithöfundurinn Suzanne Collins unglingabókageirann með trompi með The Hunger Games bókunum, sem slógu í gegn á methraða. Ekki leið á löngu áður en Hollywood brást við og hóf gerð mynda eftir bókunum, en aðeins tveimur árum eftir að þriðja bókin í flokknum kom út kom fyrsta kvikmyndin í bíóhús, eða árið 2012.

Með aðalhlutverk í kvikmyndunum fór Jennifer Lawrence sem uppreisnarmaðurinn Katniss Everdeen.

Eftir að hafa leikstýrt þremur af fjórum myndum sem gerðar voru eftir bókunum hélt leikstjórinn Francis Lawrence að hann væri endanlega búinn að kveðja þennan heim. Eins og hann segir í samtali við kvikmyndasíðuna Collider var hann jafn undrandi og aðrir þegar Collins tilkynnti að hún hefði ekki alveg lokið sér af með Panem, en það er landið sem sagan gerist í, staðsett í Norður-Ameríku og samanstendur af höfuðborginni Capitol og þrettán héruðum. Heimurinn hefur farið í gegnum hamfarir og stjórnvöld ríkja með harðri hendi.

Myndin segir frá hinum 18 ára gamla Coriolanus Snow, mörgum árum áður en hann varð einræðisherra Panem. Hinn ungi Snow er myndarlegur og heillandi og þó að lífið hafi verið erfitt hjá Snow fjölskyldunni sér hann möguleika á breytingum þegar hann er valinn til að vera ...

Aðdáendur hámuðu kvikmyndirnar í sig og nutu þær mikilla vinsælda og þegar lokakaflinn The Hunger Games: Mockingjay – Part 2 kom í bíó hélt fólk að nú væru sögunni lokið. Við hefðum séð allt sem væri að sjá um Panem og hvernig alræðisríkið fórnaði börnum í nafni föðurlandsástar.

Eyddi mörgum árum

Sömuleiðis hélt Lawrence að meira væri það ekki. Eftir að hann tók við leikstjórnartaumunum úr hendi Gary Ross (Seabiscuit) í Catching Fire og svo Mockingjay Part 1 og 2, eyddi Lawrene mörgum árum í þessu sögusviði þar sem Snow forseti, leikinn af Donald Sutherland, ríkti yfir hinni ógæfusömu alþýðu.
Í samtali við Collider, útaf Netflix myndinni Slumberland, hans nýjasta verkefni, sagði hann frá því hvernig hann komst fyrst að því að ný bók væri á leiðinni, forsagan The Ballad of Songbirds and Snakes, eða Danskvæði um söngfugla og slöngur eins og bókin heitir í íslenskri þýðingu.
Lawrence segir að haustið 2019 hafi Collins haft samband við hann um að hún væri nærri því búin með bók um forsögu Hungurleikanna, en þar væri upprunasaga Coriolanus Snow forseta rakin og hvernig Hungurleikarnir urðu það blóðbað og sú barátta sem aðdáendur þekkja.

Varð undrandi

Lawrence varð undrandi og segir að Collins hafi í raun ekki haft neinn áhuga á að skrifa forsögu eftir að skrifum hinna bókanna lauk. „Það virtist sem hún ætlaði ekki að skrifa meira,“ segir hann.
Lawrence segist hafa verið í Suður-Kóreu að taka upp sjónvarpsauglýsingu þegar hann fékk símtalið frá Collins. Eftir að hafa lesið yfir fyrsta uppkast af handritinu vissi Lawrence að þetta yrði frábær endurkoma inn í heim Panem. Hann bætir við, „Það tók allan faraldurinn og allan tökutíma Slumberland og jafnvel fram að Jólum á síðasta ári að klára handritið.“

Ögn hrárri leikar

Myndin gerist sex áratugum fyrir atburði fyrstu Hungurleikamyndarinnar. Sagan beinir sjónum sínum einkum að Coriolanus Snow, drengnum sem átti eftir að verða hinn illskeytti, rósaklippandi harðstjóri, sem Sutherland leikur í kvikmyndunum.
Hungurleikarnir eru enn frekar ungir á þessum tíma og hafa aðeins verið í gangi í tíu ár. Þeir eru ögn hrárri en hinir vel skipulögðu dauða-leikvangar sem síðar áttu eftir að koma.
Snow verður leiðbeinandi og hittir stúlkuna Lucy Gray Baird úr 12 héraði.
Þegar þau tvö uppgötva að saman geti þau unnið leikana fer Coriolanus að efast um allt sem hann þekkir.

Myndin kom í bíó á Íslandi nú um helgina!