Ný Conan the Barbarian stikla komin út

Ný stikla fyrir nýjustu mynd Marcus Nispel um vígamanninn Conan the Barbarian, sem varð upphaflega frægur á hvíta tjaldinu í samnefndri mynd í túlkun sjálfs Arnolds Swarchenegger, er komin á netið, en áður hafði draumkennd kitla birst, sem gaf ekki mikið uppi um innihald myndarinnar.

Myndin er trú upprunalegu myndinni, sem kom út árið 1982 og var í leikstjórn John Milius. Í stórum dráttum er sagan þannig að Conan the Cimmerian, leikinn af Jason Momoa, fer í ferðalag yfir þvert og endilangt landið Hyboria til að hefna fyrir dauða föður síns og eyðingu þorpsins sem hann bjó í.
Hann fær hjálp frá hinni kynþokkafullu Tamara, sem Rachel Nicols leikur, en þau þurfa að glíma við ýmsa óvinveitta aðila á leiðinni, þar á meðal hinn illa Khalar Zym, leikinn af Stelphen Lang.

Skoðið trailerinn hér að neðan: