Stundin sem margir hafa eflaust beðið spenntir eftir hefur runnið upp; fyrsta stiklan fyrir hina væntanlegu The Avengers var gefin út í dag.
Ef fyrir einhverjar ástæður þú veist ekki hvað The Avengers er, þá er þetta samansafn ofurhetja af epískri stærðargráðu. Frá árinu 2008 hafa fimm myndir, Iron Man, The Incredible Hulk, Iron Man 2, Thor og Captain America: The First Avenger, hópað titilkarakterum þeirra saman til að ná hámarki sínu á næsta ári. Robert Downey Jr. mun aftur leika Iron Man, Chris Hemsworth Thor og Chris Evans Captain America; ný viðbót hins vegar er Mark Ruffalo sem Hinn Ótrúlegi Hulk, en Edward Norton fór með það hlutverk árið 2008 en þurfti að segja sig frá þessari mynd eftir að samningarviðræður milli hans og framleiðandans fóru í vaskinn. Scarlett Johansson endurtekur hlutverk sitt úr Iron Man 2, sem Black Widow, og Jeremy Renner snýr aftur; nú sem Hawkeye. Síðan að lokum er Samuel L. Jackson hér í fimmta skiptið að leika Nick Fury, og mun Tom Hiddleston leika illmenni myndarinnar, Loka.
Enginn annar en sjálfur Joss Whedon, skapari Buffy the Vampire Slayer og Firefly m.a., er að sjá um bæði handiritið og leikstjórn myndarinnar og er hún væntanleg 4. maí á næsta ári.