Reynolds leikur Deadpool

deadpoolRyan Reynolds mun endurtaka hlutverk sitt sem Deadpool í samnefndri mynd, en hann lék hann einmitt í myndinni X-Men Origins: Wolverine, frá árinu 2009.

Leikarinn staðfesti þetta á samskiptarmiðlinum Twitter um helgina ásamt því að setja mynd af persónunni.

Aðdáendur Deadpool eru almennt ánægðir að Reynolds leiki Deadpool þar sem hann sjálfur er harður aðdáandi teiknimyndasagnanna.

Eitt af því sem Deadpool gerði í myndasögunum var að rjúfa fjórða múrinn, það er þegar persóna talar beint við áhorfendur. Reynolds er sagður vilja halda við það og verður því forvitnilegt að sjá hvernig það mun koma út.

Tim Miller mun leikstýra myndinni, en þetta verður frumraun hans sem leikstjóri á kvikmynd í fullri lengd. Miller hefur áður gert tvær áhugaverðar stuttmyndir.

Deadpool er væntanleg í kvikmyndahús árið 2016.