Rocky á sjúkrahúsi í nýrri stiklu

Önnur stiklan úr Creed er komin út. Í henni sést Rocky Balboa hníga niður í hnefaleikahringnum og liggja á sjúkrahúsi, sem eru slæm tíðindi fyrir fjölmarga aðdáendur hans. creed 4

Auk þess sést meira frá andstæðingi Adonis Creed en í fyrstu stiklunni.

Í myndinni leikur Sylvester Stallone hnefaleikakappann Balboa enn og aftur en í þetta sinn er hann þjálfari Adonis, sonar fyrrum andstæðings síns og síðar vinar, Apollo Creed.

Með hlutverk Adonis Creed fer Michael B. Jordan.

Creed er væntanleg í bíó í lok nóvember. Leikstjóri og handritshöfundur er Ryan Coogler, sem leikstýrði Fruitvale Station þar sem Jordan fór einmitt með aðalhlutverkið.