Stallone vill Gosling sem næsta Rambó

Sylvester Stallone vill að Ryan Gosling taki við hlutverki sínu sem Rambo í framtíðinni. rambó

Hinn 69 ára Stallone var að kynna sína nýjustu mynd, Creed, þegar hann var spurður hvern hann myndi velja til að taka við af sér sem Rambo.

Fyrst sagði hann að líklega myndi enginn taka við af honum en sagði svo: „Í alvörunni? Ryan Gosling. Frekar skrítið val, ekki satt?“

ryan_gosling_a_l

Gosling fékk síðar að vita af ummælum Stallone og var yfir sig hrifinn. „Þetta er ótrúlegt að heyraHann er einn af uppáhalds leikurunum mínum. Bara að hann þekki nafnið mitt er spennandi…hann er sá besti. Ég er virkilega snortinn af því sem hann sagði,“ sagði Gosling við Cinema Blend.