Sly fer hamförum á Instagram með Creed 2 vs. Rocky IV

Í janúar á síðasta ári sagði Sylvester Stallone frá því að framhaldsmynd væri á leiðinni af boxmyndinni Creed, sem var hliðarsaga af hinum goðsagnakenndu Rocky myndum Stallone.

Verkefnið hefur þó verið í hálfgerðu frosti um langa hríð, þar sem leikstjórinn Ryan Coogler og aðalstjarnan Michael B. Jordan, eru á fullu að gera Marvel ofurhetjumyndina Black Panther.

Stallone, eða Sly eins og hann er oft kallaður, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum upp á síðkastið og látið í veðri vaka að framhaldsmyndin sé á leiðinni og hefur gefið undir fótinn með að myndin muni tengjast Rocky IV.

Stallone hefur áður gefið til kynna að Creed 2 myndi spegla Rocky IV og sagt að: „Ein leið væri að þetta yrði línuleg frásögn af Adonis sem myndi spegla söguna í Rocky IV. Hann myndi mæta öðrum andstæðingi, sem yrði enn hrikalegri og stærri Rússi.“

Um svipað leiti sagði Michael B. Jordan að hann vildi sjá alvöru þorpara í myndinni, einhvern sem Adonis líkaði verulega illa við.  Það má segja að Ivan Drago, andstæðingur Rocky í Rocky IV, eða sonur hans, gæti passað þessari lýsingu vel, enda var Drago ábyrgur fyrir dauða föður Adonis, Apollo Creed, í hnefaleikarhringnum í þessari sígildu hnefaleikamynd frá árinu 1985.

Kíktu á nokkrar Instagram færslur Sly hér að neðan:

Directing APOLLO AND DRAGO , The two best „cinema „boxers that ever lived!… Maybe it’s time to try to again?

A post shared by Sly Stallone (@officialslystallone) on

Sparring with heavyweight Giants can be a little tiring, but great fun.#CREED2

A post shared by Sly Stallone (@officialslystallone) on