Vildu borga Stallone fyrir að leika ekki Rocky

Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu United Artist buðu Sylvester Stallone peninga fyrir að láta annan leikara túlka boxarann Rocky Balboa eftir að Stallone sýndi þeim handrit sitt að fyrstu myndinni, Rockyrocky

Þeir lögðu til að Ryan O´Neil eða Burt Reynolds myndu leika Rocky og buðu Stallone 250 þúsund dollara, eða um 30 milljónir króna, fyrir að stíga til hliðar en hann tók það ekki í mál. Setti hann sem skilyrði að hann yrði í aðalhlutverkinu.

Á þessum tíma var Stallone bláfátækur en vildi samt ekki taka tilboðinu. Hann átti ekki eftir að sjá eftir því, enda slógu Rocky-myndirnar í gegn.

„Þeir voru tilbúnir til að gera hvað sem er til að Sly myndi ekki leika í myndinni, hvað sem er,“ sagði Irwin Winkler í viðtali við WENN. Winkler tók Stallone undir sína arma og framleiddi myndina sjálfur eftir að United Artist gáfust upp.

Winkler hefur síðan þá framleitt allar Rocky-myndirnar og einnig Creed sem er á leiðinni í bíó. Þar kemur Rocky einmitt við sögu sem þjálfari.