Sam Mendes aftur með Bond?

Nýja James Bond myndin Skyfall hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og er því engin furða að framleiðslufyrirtækið EON vilji semja aftur við Sam Mendes um að leikstýra 24. myndinni.

Handritshöfundurinn John Logan er að skrifa næstu tvær James Bond myndir og vill hafa þær sem eina heild. Þessi skuldbinding hefur gert það að verkum að Sam Mendes er hikandi.

Þessa dagana er Sam Mendes að leikstýra leikritum og bíður eftir því að sjá fullbúið handrit að nýju James Bond myndunum áður en hann tekur ákvörðun hvort hann leikstýri aftur njósnara hennar hátignar.