Seinfeld snýr aftur

Seinfeld_puffyH.jpgGamanleikarinn Jerry Seinfeld hefur staðfest að leikarahópurinn úr hinum goðsagnakenndu gamanþáttum Seinfeld, ætli að koma saman á nýjan leik til að leika í leynilegu verkefni sem mun koma fyrir sjónir almennings mjög fljótlega.

Frá þessu er sagt í The Guardian.

Orðrómur hefur verið um að Seinfeld hyggi á einhversskonar endurkomu þáttaraðarinnar , sem sýnd var á tíunda áratug síðustu aldar, eftir að sást til Seinfeld og meðleikara hans Jason Alexander, sem lék Georgeað ganga inn á veitingastaðinn Tom´s Restaurant, sem var einn aðal tökustaður þáttanna.

Seinfeld vildi þó ekki segja of mikið þegar hann var spurður út í þetta í íþróttaþætti Boomer and Carton í Bandaríkjunum, en staðfesti þó að fundurinn á veitingastaðnum hafi verið kvikmyndaður og að aðrir leikarar þáttanna verði með í einhverskonar stutt-útgáfu af Seinfeld þætti. Hann staðfesti einnig að meðhöfundur þáttanna, Larry David, kæmi að málum, en David myndi ekki leika sjálfur. Einnig sagði hann að þetta væri einangrað tilvik, þ.e. ekki yrðu gerðir fleiri þættir.

Stikk: