Skemmtilegt að leika siðblindingja

Leikkonan Scarlett Johansson er mætt aftur í heim Wes Anderson. Hún talaði inn á teiknimynd leikstjórans, Isle of Dogs frá 2018 en er nú í aðalhlutverki í gamanmyndinni Astreroid City og fer fyrir stórum hópi þekktra leikara, eins og Bryan Cranston, Steve Carell, Margot Robbie og Tom Hanks, svo einhverjir séu nefndir.

Myndin er komin í bíó hér á Íslandi.

Myndin gerist í litlum eyðimerkurbæ í Bandaríkjunum á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar. Þar er hópur ólíkra einstaklinga saman kominn vegna vísindaráðstefnu fyrir börn. En viðburðurinn endar í ringulreið þegar geimvera lendir í loftsteinagíg í nágrenninu, sem þýðir að gestir ráðstefnunnar eru fastir í sóttkví á meðan fulltrúar yfirvalda leita svara.

 

Asteroid City (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 75%

Myndin gerist í skálduðum bandarískum eyðimerkurbæ árið 1955. Dagskrá stjörnuskoðunarráðstefnu unglinga truflast óvænt vegna heimssögulegra atburða. ...


Johnson, sem er 38 ára gömul, leikur Midge Campbell, flotta en einmana kvikmyndastjörnu sem kemur á ráðstefnuna með undrabarninu dóttur sinni. Midge daðrar við annað foreldri á staðnum, Augie, sem Jason Schwartzman leikur, sem hrífst af henni og slær henni gullhamra í gríð og erg. Í staðinn þá biður hún hann um að taka af sér ljósmynd og fara með sorglega texta. En allan tímann tala þau saman í gegnum gluggann á smáhýsunum sem þau dvelja í.

Vá, hvernig geturðu verið svona

„Hún er einskonar siðblindingi, sem mér finnst vera það frábæra við hana,“ segir Johansson í samtali við bandaríska vefritið USA today. „Það er gaman af hafa það til að dýfa sér ofaní. Ég hugsa oft þegar ég hitti siðblint fólk, „Vá, hvernig geturðu verið svona?“ En þá, gerist þetta, hversu þægilegt!, segir Johansson og hlær. „Þannig að það var mjög skemmtilegt að fá að vera þessi persóna, án samviskubitsins sem ég finn venjulega fyrir verandi stillt og prúð gyðingastúlka.“

Hittust fyrir 20 árum

Eins og segir í greininni hitti Anderson, sem er 54 ára, Johansson fyrst fyrir um 20 árum síðan, rétt áður en hún sló í gegn í mynd Sofia Coppola frá 2003, Lost in Translation. Hún var fyrsti leikarinn sem hann vildi fá í Asteroid City og skrifaði persónuna Midge upp úr goðsögnum úr gömlu Hollywood, eins og Marilyn Monroe, Kim Stanley og Joanne Woodward.

Lost in Translation (2003)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 95%

Bob Harris er bandarískur kvikmyndaleikari sem má muna sinn fífil fegurri. Hann kemur til Tókíó í Japan til að leika í auglýsingu og hittir Charlotte, unga eiginkonu ljósmyndara í vinnuferð þarna. Bob og Charlotte eru bæði lúin og leið og eru því fullkomnir ferðafélagar, þó ...

„Ég hitti hana þegar hún var unglingur, og núna, hafa heil fullorðinsár gerst,“ segir Anderson. „Skyndilega er hún þarna í glugganum að leika fyrir mig. Ég man að ég horfði og hugsaði, „Hún minnir mig á Gena Rowlands. Mér finnst ég vera að horfa á (John) Cassavetes mynd í þessum glugga.“