Skrímsli rísa úr sjó – Ný stikla úr Pacific Rim

Ný stikla er komin fyrir heimsendastórmyndina Pacific Rim, sem leikstýrt er af Guillermo del Toro.

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Charlie Hunnam, Idris Elba og Rinko Kikuchi. Myndin fjallar um síðustu von mannkyns gagnvart aðsteðjandi hættu á heimsendi.

Sjáðu stikluna hér að neðan. Einnig er hægt að sjá stikluna hér á YouTube myndbandavefnum.

Söguþráður myndarinnar er þessi: Þegar flokkar risastórra skrímsla, sem ganga undir nafninu Kaiju, byrja að rísa upp úr sjónum, þá hefst stríð sem gæti kostað milljónir mannslífa og auðlindir jarðarinnar um alla framtíð.

Til að berjast gegn Kaiju, þá eru búin til sérstök vopn; tröllaukin vélmenni, sem kallast Jaegers, sem er stjórnað samtímis af tveimur mönnum, en heilar þeirra eru tengdir saman með sérstakri taugabrú.

En Jaegers vélmennin eru harla máttlaus gagnvart hinum hrikalegu Kaiju, og nú er svo komið að heimurinn er á heljarþröm, og uppgjöf virðist vera óumflýjanleg. Síðasta von mannkyns er að leita til tveggja fremur óvenjulegra hetja, fyrrum flugmanns og óreynds manns í þjálfun, en saman stýra þeir goðsagnakenndum en eldgömlum Jaeger.

Nú eru þeir þeir einu sem geta bjargað mannkyni frá yfirvofandi heimsendi.

Pacific Rim kemur í bíó  í Bandaríkjunum 12. júlí 2013.