Snerting á toppnum og Grettir skammt undan

Snerting, ný kvikmynd Baltasars Kormáks, eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina. Í humátt á eftir henni kom svo Grettir: Bíómyndin.

Í raun sáu fleiri Gretti um helgina eins og sést á töflunni hér fyrir neðan, en tekjur Snertingar voru meiri sem skiluðu henni efsta sætinu.

Í þriðja sæti er svo toppmynd síðustu viku, hin ævintýralega Furiosa: A Mad Max Saga.

Þriðja nýja mynd helgarinnar, The Strangers: Chapter 1 fór beint í sjötta sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: