Snerting snertir áfram toppinn

Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem gerð er eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, heldur sæti sínu á toppi íslenska aðsóknarlistans aðra vikuna í röð! Rúmlega 3.400 manns sáu myndina um helgina og tekjur voru tæplega 8,2 milljónir króna.

Í öðru sæti, ný á lista, er Bad Boys: Ride or Die, með vinunum Martin Lawrence og Will Smith í aðalhlutverkum en rúmlega 2.200 manns komu í bíó að horfa á hana. Í þriðja sæti er svo kötturinn skemmtilegi og ofdekraði Grettir, en rúmlega 2.300 manns sáu myndina um hann um helgina.

Skoðendur í sjötta

Hrollvekjan The Watchers, sem einnig er ný á lista, fór beint í sjötta sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: