Ungir leikarar á uppleið eru í öllum helstu hlutverkum í ofurhetjumyndinni New Mutants, eða Nýir stökkbreyttir, í leikstjórn The Fault in Our Stars leikstjórans Josh Boone. Þar á meðal eru Game of Thrones stjarnan Maisie Williams, Anya Taylor-Joy úr The Witch, og Charlie Heaton úr Stranger Things.
Kvikmyndin er ekki sögð vera dæmigerð ofurhetjumynd, og leikstjórinn, Boone, talar um myndina sem hrollvekjandi, innilokunarkenndri, hliðarmynd, sem fjallar um minna þekktar persónur úr heimi X-Men.
Tökur á New Mutants hófust fyrir aðeins þremur mánuðum síðan, en í fyrstu stiklunni úr myndinni, sem nú er komin út, má vel skilja afhverju Boone talar um myndina sem hryllingsblandaða.
Fimm börnum er haldið föngnum á „spítala“ þar sem Dr. Cecilia, sem Alicia Braga leikur, spyr þau ágengra spurninga um undarlega atburði og aðra stökkbreytta. En allt breytist þegar börnin verða fyrir árásum og eru elt af dularfullum verum innan byggingarinnar, verum eins og manni með grímu, og öðrum sem koma út úr veggjunum.
Sannfærð um að þau séu föst í draugahúsi, þá reyna börnin að sleppa úr þessari hryllilegu byggingu, og frá hinum enn skelfilegri lækni, Dr. Cecilia.
„Þetta er hrollvekja innan X-Men heimsins. Það eru engir búningar. Engir ofurþorparar. Við erum að reyna að gera eitthvað mjög öðruvísi,“ segir leikstjórinn um myndina.
Hér er opinber söguþráður myndarinnar:
Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum – þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Myndin kemur í bíó á Íslandi 13. apríl nk.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: