Sverðaglamur í Crouching Tiger framhaldsmynd – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan úr nýja framhaldinu af metsölumyndinni Crouching Tiger, Hidden Dragon, er komin út. Myndin heitir Crouching Tiger, Hidden Dragon: Sword Of Destiny og er eins og fyrr sagði framhald fyrstu myndarinnar sem var frumsýnd árið 2000, og sló í gegn um allan heim.

tiger

Leikstjóri myndarinnar er slagsmálahönnuðurinn Yuen Woo-Ping, en í myndinni snýr Michelle Yeoh aftur í hlutverki sínu. Einnig leika aðalhlutverk þeir Donnie Yen og Harry Shum Jr.

Shum sagði á sínum tíma að það að hafa fengið hlutverkið í myndinni hafi verið gríðarlega spennandi og eftirvæntingin væri mikil.

Ang Lee leikstýrði fyrstu myndinni sem kostaði aðeins 17 milljónir Bandaríkjadala, en tekjur af sýningum um heim allan námu margfaldri þeirri upphæð, eða 213,5 milljónum dala.

Myndin verður frumsýnd á Netflix vídeóleigunni og í IMAX risabíóum í febrúar nk. og verður einnig dreift víða í Kína.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: