Teiknimyndarödd látin

joe alaskeyJoe Alaskey, sem talaði fyrir Looney Tunes teiknimyndapersónurnar Bugs Bunny og Daffy Duck, er látinn, 63 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Þetta var tilkynnt á Facebook síðu hans.

Alaskey talaði einnig fyrir Sylvester, Tweety og fleiri teiknimyndapersónur.

Alaskey vann Daytime Emmy verðlaun árið 2004 fyrir talsetningu í myndinni Duck Dodgers og var tilnefndur til Annie verðlauna sama ár fyrir  Looney Tunes: Back in Action, fyrir leik sinn í hlutverki Daffy Duck.

Alaskey talaði einnig fyrir Nixon Bandaríkjaforseta í Forrest Gump.

Alaskey fæddist 17. apríl árið 1952 í Troy, í New York fylki. Auk þess að tala inn á myndir og leika, þá var hann rithöfundur. Sjálfsævisaga hans That’s Still Not All Folks!!, kom út árið 2009, og nýlega gaf hann út hrollvekjuna Frater Dementis, og safn smásagna, Queasy Street: Volume One — Eleven Tales of Fantasy.