Thor tyllir sér á toppinn í Bandaríkjunum

Þrumuguðinn Þór vann hug og hjörtu áhorfenda í Norður – Ameríku um helgina, þegar myndin um þessa glæstu ofurhetju var frumsýnd. Myndin þénaði 66 milljónir Bandaríkjadala, sem er þriðja besta opnun á Marvel mynd frá upphafi, en Spider-Man og Iron Man opnuðu báðar með meiri látum.

Myndinni er leikstýrt af enska leikaranum og leikstjóranum Kenneth Branagh, og Natalie Portman leikur aðal kvenhlutverkið.

Önnur mest sótta myndin í Bandaríkjunum var Fast Five, sem er fimmta bílahasarmyndin í Fast and the Furious seríunni, með þeim Paul Walker og Vin Diesel. Myndin var á toppnum um síðustu helgi, og er orðin tekjuhæsta mynd ársins í Bandaríkjunum.

Rómantísku gamanmyndirnar Jumping the Broom, með 13,7 milljónir í tekjur, og something Borrowed, með 13,2 milljónir í tekjur, lentu í þriðja og fjórða sæti um helgina. Myndirnar eru báðar með brúðakaupsþema, en um næstu helgi bætist þriðja myndin í þeim dúrnum við, þegar Bridesmaids verður frumsýnd.

Rio lenti síðan í fimmta sæti. Sjáið lengri lista hér.