Töfrandi á toppnum!

Töframannahópurinn The Four Horsemen í bíómyndinni Now You See Me 2 heillaði flesta íslenska bíógesti nú um helgina, en myndin situr ný á lista á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Í öðru sæti, ekki langt undan, er önnur ný mynd, teiknimyndin Ísöld: Ævintýrið mikla, eða Ísöld 5. 

now you see daniel

Þriðja sætið skipar svo ævintýramyndin The Legend of Tarzan þar sem Tarzan, ásamt Jane, snýr aftur í frumskóginn eftir átta ára dvöl í Lundúnum.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum. Hin stórfína The Infiltrator, með Breaking Bad leikaranum Bryan Cranston, fer beint í fimmta sæti listans og The Assassin fer beint í 16. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff

Töfrandi á toppnum

Töframyndin Now You See Me fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina en myndin var frumsýnd í síðustu viku.

Myndin fjallar um þau Michael, Jack, Merritt og Henley sem eru töframenn sem hafa myndað töfragengið The Four Horsemen og sett á svið magnaða sýningu í Vegas sem fær áhorfendur til að standa á öndinni. Í lok atriðisins tilkynna þau agndofa áhorfendum að nú muni þau fremja bankarán í Evrópu og ekki nóg með það heldur ætla þau að láta áhorfendur njóta peningana sem skömmu síðar tekur hreinlega að rigna yfir salinn.

NOW YOU SEE ME

Toppmynd síðustu viku, Hangover 3, þurfti að gefa toppsætið eftir og situr nú í öðru sæti listans. Í þriðja sæti, og ný á lista, er mynd þeirra Smith feðga, Will og Jaden, framtíðartryllirinn After Earth. Í fjórða sæti er teiknimyndin Epic og í fimmta sæti er bílaspennutryllirinn Fast & Furious 6, en hún var í öðru sæti í síðustu viku.

Hér fyrir neðan eru 12 vinsælustu bíómyndirnar á Íslandi í dag:

 

listinn