Unnsteinn er Vatnar og Þuríður er Glóbjört

Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson fer með aðalhlutverkið í íslenskri útgáfu teiknimyndarinnar Elemental, eða Frumefna, sem komin er í bíó ásamt Þuríði Blæ Jóhannsdóttur.

Unnsteinn fer með hlutverk Vatnars Fossbergs en með hlutverk hans í ensku útgáfunni, þar sem persónan heitir Wade Ripple, fer Mamoudou Athie.

Þuríður Blær fer með hlutverk Glóbjartrar Ljómann sem í ensku útgáfunni kallast Ember. Fyrir hana talar Leah Lewis í upprunalegu útgáfunni.

Elemental (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 73%

Myndin fjallar um Ember og Wade í borg þar sem elds-, lands-, og loftsíbúar búa saman. Unga logandi heita konan og vatnsgaurinn, sem lætur sig fljóta með straumnum, eru um það bil að uppgötva hversu mikið þau eiga í raun sameiginlegt - þó að frumefni eins og þau eigi auðvitað ...

Aðrir leikarar eru eftirfarandi:

Brandur Ljómann: Örn Árnason
Sóla Ljómann Elva Ósk Ólafsdóttir
Hviða Bólsturský Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
Brook Fossberg Edda Björg Eyjólfsdóttir
Torfi Óttar Kjerulf Þorvarðarson

Önnur hlutverk:

Arabella Iðunn Wright
Ari Ísfeld Óskarsson
Árni Gunnar Magnússon
Ásta Kristín G. Pálsdóttir
Garðar Eyberg Arason
Hannes Óli Ágústsson
Heiðar Þórðarson
Ívar Baldvin Júlíusson
Lára Sveinsdóttir
Rán Karlsdóttir
Steinn Ármann Magnússon
Þórunn Jenný Qingsu Guðmundsdóttir

Þýðandi:
Friðrik Sturluson
Upptökustjóri:
Hrund Ölmudóttir
Leikstjóri:
Rósa Guðný Þórsdóttir
Íslensk talsetning: Stúdíó Sýrland 2023